Fjarðabyggð hafnar aðgengi lögreglu og tollgæslu að öryggismyndavélum Mjóeyrarhafnar

Fjarðabyggð hafnar aðgengi lögreglu og tollgæslu að öryggismyndavélum Mjóeyrarhafnar

Í bókun hafnarstjórnar frá 21. apríl sl. kemur fram að lögregla og tollgæsla hafi óskað eftir að fá aðgengi að streymi öryggismyndavéla við Mjóeyrarhöfn í Reyðafirði.

Mynd sýnir hvar bátur var strandaður upp í fjörugrjóti eftir að hafa verið slitinn upp frá bryggju

Eftir að hafa fengið lögfræðiálit um beiðnina, bókar hafnarstjórn Fjarðabyggðar að hún geti ekki veitt aðgang að beinu streymi, en felur hafnarstjóra viðræður við hlutaðeigandi aðila um framhald málsins.

Ekki hefur fengist upplýst á hvaða forsendum beiðni um aðild að eftirliti var hafnað, en vert er að benda á að Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta vöruflutningahöfn landsins.

Gott dæmi um skort á eftirliti með höfninni, má nefna að á síðasta ári var staðfestur dómur í Landsrétti yfir áhafnarmeðlimum á einu skipa Eimskips, en þeir voru uppvísir að töluverðu smygli á áfengi og tóbaki um höfnina. – Upp um þá komst í Vík í Mýrdal. – Skarpskyggn lögreglumaður á staðnum veitti athygli miklu magni af varningi í farangursgeymslu og aftursæti bifreiðar þeirra á leið um þorpið.

Báturinn þar sem komið var að honum að laugardags morgni.
Báturinn frá öðru sjónarhorni

Smyglið fór þannig fram að mönnunum, hafði án eftirlits, tekist að færa ótollafgreiddan gám yfir á annað svæði hafnarinnar þar sem tollafgreiddir gámar voru til geymslu. Að því loknu gátu þeir fært varning úr gámnum yfir bifreið sína án sérstaks eftirlits.

Annað dæmi um slælegt eftirlit

Í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði var bátur slitinn frá bryggju á haustdögum 2019 Bátinn rak upp í grjóturð í höfninni. Mikið lán var að ekki varð stórtjón vegna þessa. – Smábátahöfnin í Fjarðabyggð státaði sig af nýrri öryggismyndavél á þessum tíma og var hún staðsett nokkrum metrum frá þeim stað sem báturinn var bundinn. Þegar málið hafði verið kært til lögreglu og beðið um upptökur úr umræddri myndavél, var hún sögð biluð, og engra gagna að vænta úr þeiir átt.

Vegna m.a. ofangreindra atvika er brýnt að það komi skilmerkilega fram í bókunum hafnarstjórnar og bæjaryfirvalda, með hvaða hætti bæjarfélagið hyggst tryggja svo nákvæmt og skilvirkt eftirlit með höfnum í Fjarðabyggð að aðstoð frá lögreglu og tollgæslu verði hafnað.


Tög sem tilheyra þessari grein:
báturMjóeyrarhöfnslitinn frá bryggjusmábátahöfn

Tengdar greinar

Miklir vatnavextir í Fáskrúðsfirði

Í vatnavöxtum undanfarinna daga kemur í ljós að þörf er á styrkingu við syðri bakka Kirkjubólsár gegnt hesthúsabyggð. Ég hef

Fría bókhaldskerfið Manager vinsælt

Spánverjar, danir, þjóðverjar, hollendingar og grikkir hafa þýtt Manager bókhaldskerfið að fullu. Þetta kerfi höfum við á aust.is verið að

Blómin skarta sínu fegursta

Sumarið hefur leikið við okkur hér á austurhorninu það sem af er sumri. Myndirnar segja allt um það.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.