Fjarðabyggð hyggst breyta og bæta stjórnsýsluna

Fjarðabyggð segir á vefsvæði bæjarfélagsins að markmið breytinganna sé að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð sé áhersla á mikilvægi umhverfis- og skipulagsmála. – Nýju sviði verði bætt við stjórnkerfið sem ber heitið umhverfis- og skipulagssvið. Sviðið verði undir stjórn nýs sviðsstjóra. Með því séu leyfismál og eftirlit framkvæmda og umhverfismála samþætt skipulagsmálum, sem leggi áherslu á þátt umhverfismála í starfsemi sveitarfélagsins.
Það er full ástæða að gleðjast þegar bæjarfélag sér hvar skórinn kreppir.- Okkar upplifun er að einföldum skriflegum fyrirspurnum um umhverfis og skipulagsmál til Fjarðabyggðar er ekki svarað, eða þeim svarað með skætingi þegar best lætur. – Vonandi er að úr verði bætt.
Tengdar greinar
Magnaðir framsóknarmenn – Myndbönd frá Nútímanum
Fyrra myndbandið er söngvaseiður með Sveinbjörgu Birnu, þar sem hún fer á kostum í Kastljósi. Seinna myndbandið er með Gunnari
Er sjálfgert að hætta á lyfjunum sínum?
Margir þeir sem búa við skert laun; aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir, sjá sér ekki fært að leysa út lyfin sín
Píratar huga að eldri borgurum – Tillögugerð í mótun
Hér koma tillögur þriggja Pírata, þeirra Gríms Friðgeirssonar, Gunnars Rafns Jónssonar og Konráðs Eyjólfssonar. Þær urðu til eftir yfirlegu þeirra