Fjarðabyggð hyggst breyta og bæta stjórnsýsluna

Fjarðabyggð segir á vefsvæði bæjarfélagsins að markmið breytinganna sé að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð sé áhersla á mikilvægi umhverfis- og skipulagsmála. – Nýju sviði verði bætt við stjórnkerfið sem ber heitið umhverfis- og skipulagssvið. Sviðið verði undir stjórn nýs sviðsstjóra. Með því séu leyfismál og eftirlit framkvæmda og umhverfismála samþætt skipulagsmálum, sem leggi áherslu á þátt umhverfismála í starfsemi sveitarfélagsins.
Það er full ástæða að gleðjast þegar bæjarfélag sér hvar skórinn kreppir.- Okkar upplifun er að einföldum skriflegum fyrirspurnum um umhverfis og skipulagsmál til Fjarðabyggðar er ekki svarað, eða þeim svarað með skætingi þegar best lætur. – Vonandi er að úr verði bætt.
Tengdar greinar
Ríkidæmi Pírata
Fátækir íslendingar horfðu með forundran á Píratann, Jón Þór Ólafsson, rífa þrjá 10 þúsund krónu seðla í beinni útsendingu á
Gunnar Nelson gegn BrandonThatch
Gunnar Nelson gegn Brandon Thatch, Sjá bardaga hér
Malbikunarframkvæmdir við Skólaveg Fáskrúðsfirði
Nú í morgunsárið drifu að fullfermdir vörubílar með malbikunarefni og í kjölfarið birtust valtarar, malbikunarvélar og frískur mannskapur. Fljótlega var