Fjarðabyggð í stríði við hestamenn

Bæjarráð kom saman þann 23. janúar sl. og ræddi framlagt bréf hestamanna og búfjáreigenda á Reyðarfirði sem fjallar um nýjar reglur um leigulönd í Fjarðabyggð og gjaldtöku fyrir afnot af leigulandi. Erindinu var vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð leggur til við nefndina að haldinn verði fundur með hlutaðeigandi aðilum.
Við hestamenn á Fáskrúðsfirði vonum jafnframt að eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd endurskoði ákvörðun sínar um að hirða alla beit af okkur hestamönnum og vísum til fundar sömu nefndar frá 11. júní 2012, -þar sem segir að Fjarðabyggð muni gera …”afnotasamning við félag hestamanna á Fáskrúðsfirði um ónýtt land í nágrenni hesthúsabyggðarinnar á Fáskrúðsfirði sem beitarland. Félagið sjálft muni sjá um að skipta landinu milli félagsmanna.” – Tilvitnun lokið. – Hestamannafélagið Goði hafði og hefur alla burði til að takast á við þá ábyrgð sem fyrirheit bæjarfélagsins boðuðu. – Goði, félag hestamanna á Fáskrúðsfirði, er skráð félag frá árinu 1989 Sjá hér. – Ágætu nefndarmenn og Fjarðabyggð; standið við orð ykkar.
Tengdar greinar
Maður lifir ekki á brauði einu saman
Frábær veiðitækni fugls sem notar brauðmola sem beitu. – Sjá myndband.
Göngu- og reiðleiðir um Kirkjubólsland í Fáskrúðsfirði
Á síðast liðnu ári hugkvæmdist forráðamönnum bæjarfélagsins að lagfæra og jafna göngustíga í Kirkjubólslandi með því að keyra eitthvert undratæki
Hrossin búin undir áramótin
Hestamenn voru á stjái í dag við að undirbúa áramótin. Sumir byrgðu glugga með dökku klæði til að róa hrossin