Fjarðabyggð – Ofvirkur eftirlitsiðnaður

Fjarðabyggð – Ofvirkur eftirlitsiðnaður

Hér fara á eftir, til gagns og gamans, nokkur góð ráð fyrir þá sem eru hundeltir af eftirlitsiðnaðinum í Fjarðabyggð:

Gott ráð 1. Vogaðu þér ekki að taka trilluhornið þitt upp að húsinu þínu, inn á einkalóð, í þeim tilgangi að nýta aðstöðuna við að gera það upp. – Það líðst ekki, -innan skamms er kominn á hann hvítur límmiði með rauðu letri, þar sem þér er gert að fjarlægja hornið, eða það verði fjarlægt á þinn kostnað.

Gott ráð 2. Láttu þig ekki dreyma um að taka bílinn þinn af númerum og staðsetja hann á auðu, ónýttu bílastæði gegnt húsinu þínu. – Samdægurs, eða að nokkrum dögum liðnum ert þú búin/n að fá á hann límmiða þar sem þér er hótað að hann verði fjarlægður á þinn kostnað verði ekki brugðist við hótun. – Til gamans má nefna að bíllinn sem um ræðir, er staðsettur á almennings bílastæði sem sjaldan eða aldrei er nýtt og þá má geta þess að viðkomandi eftirlitsaðili hafði þó nokkuð fyrir að skafa snjó af bílnum til að koma hótuninni fyrir á framrúðu. Sjá mynd.

Gott ráð 3. Passaðu að hafa gæludýrin þín, köttinn og hundinn á réttum stað, í tjóðurbandi og allt það. – Í býgerð er að ráða allt að 7 aðstoðar eftirlitsmenn á eftirlitssviði, sem munu fylgjast með þér og að rétt sé staðið að dýrahaldi í hverjum og einum bæjarkjarna sem tilheyra Fjarðabyggð.

Gott ráð 4. Sjáðu til þess að hesturinn þinn sé í þar til gerðri sérhannaðri girðingu með svo og svo mörgum strengjum og að vetri til, sé hann hafður á húsi, komir þú skitnum frá honum í sérstakan þar til gerðan ruslagám.

Skrípamynd af stórborg

Svo virðist sem ráðamenn Fjarðabyggðar hafi sótt ofurmanna-eftirlits-stjórnunar-námskeið í stórborg, -þar sem rými einstakinga er af skornum skammti og í engu samræmi við það rými sem við fjarðabúar njótum. – Vonandi eru það ekki innantóm slagorð að við séum á: „Góðum stað!“ í komandi framtíð.


Tengdar greinar

Hvað er hér fyrir mig?

….hugsar ferðamaður á leið sinni um þjóðveginn. Hann er staddur á gatnamótum Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar á leið sinni norður hringveginn

Larfajakkaföt og hringibuxur – Hausttískan fyrir nokkrum árum

Við strákarnir í fjölskyldunni skruppum á útsölur hér um árið. Farið var í verslun við Faxafen í Reykjavík og þar

Leiðrétting – Viðskiptanetið

Okkur hefur borist leiðrétting frá forsvarsmanni Viðskiptanetsins, Jónasi Guðmundssyni. Missagt var í eldri grein okkar; “Er Viðskiptanetið að geispa golunni?”

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.