Fjarðabyggð – Sex milljónir í vefsíðuviðbót

Fjarðabyggð – Sex milljónir í vefsíðuviðbót

vefur_fjardabyggdÁ fundi Hafnarstjórnar frá 11. febrúar sl. varð umfjöllun um endurnýjun á vef Fjarðabyggðarhafna og vefsmíði ferðaþjónustuvefs. Fyrir fundinum lá minnisblað vegna málsins frá markaðs og upplýsingafulltrúa. – Hafnarstjórn samþykkti að fara í endurnýjun á vef Fjarðabyggðahafna á grundvelli minnisblaðs.

Í máli Sævars Guðjónssonar, bæjarfulltrúa og varaformanns hafnarstjórnar, kom fram á síðasta bæjarstjórnarfundi, þ. 20 febrúar sl., að vefviðbót þessi eigi að kosta 6 milljónir króna, og óskaði hann frekari skýringa.

Undirritaður sendi Steinþóri Péturssyni, framkvæmdastjóra hafna, bréf og innti hann eftir frekari skýringum á þessum ótrúlega háa kostnaði.

Hann sagði verkið ekki hafið, en unnið væri að samningum við veffyrirtækið Janúar hf., sem gerir tilboð í margþætta verkþætti. Steinþór sagði heildarkostnað um 6 milljónir sem deildust á hafnar- og sveitarsjóð. Þá sagði hann verkið margþætt, um væri að ræða “nýjan hafnarvef, portofeskifjordur.is, skölun vefs og vistifjardabyggd.is”

Spurður hvort leitað hafi verið eftir tilboðum annars staðar frá, sagði hann að svo hafi ekki verið, “…..um er að ræða endurbætur við vefumsjónarkerfi sem þegar hefur verið samið um rekstur á við Janúar hf.”

Steinþór sagði vefviðbótina tengjast vefsvæði Fjarðabyggðar sem endurnýjað var nánast frá grunni árið 2013

Bloggskrifari skorar á þá sem málið varðar og ráðstafa útsvarsgreiðslum og sköttum okkar, að leita tilboða sem víðast. 6 milljónir er hrikaleg upphæð fyrir “vefviðbót”. – Hæglega má benda á glæsileg vefsvæði sem eru hönnuð og byggð upp frá grunni fyrir 2-400 þúsund krónur. – Þar innifalið er bygging gagnagrunna, java skripta, PHP skripta ásamt innsetningu korta og mynda. – Gunnar


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.