Fjarðabyggð til framtíðar

Forsvarsmenn segjast hafa þurft að laga rekstur sveitarfélagsins að örum breytingum og þeir telja að árangur hafi náðst í hagræðingu á flestum sviðum og bæta við, “en betur má ef duga skal.”
Boðskapur sveitarfélagsins er sá að enn frekari hægræðingar sé þörf í rekstinum og til að ná því fram, hefur sveitarfélagið ráðið til sín sérfræðinga frá KPMG og hyggst halda fundi með íbúum byggðarkjarnanna á næstu dögum.
Efni fundanna er:
Hvernig lítur möguleg framtíð út? – Hvað gerist að öllu óbreyttu? – Hverju þarf að breyta? – Af hverju? – Hvernig verður óskum íbúa mætt um þróun samfélagsins, viðhald innviða og uppbyggingu?
Íbúafundir Fjarðabyggðar til framtíðar
-
20. janúar Fáskrúðsfjörður Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar 17:00-19:00
Stöðvarfjörður Grunnskóla Stöðvarfjarðar 20:00-22:00
21. janúar Reyðarfjörður Grunnskóla Reyðarfjarðar 17:00-19:00
Eskifjörður Grunnskóla Eskifjarðar 20:00-22:00
22. janúar Norðfjörður Nesskóla 20:00-22:00
Tengdar greinar
Nýtt hesthúsagerði í smíðum
Við nýttum góða veðrið í dag, stilltum upp hornstaurum og byrjuðum að rafsjóða þverslár. Mikið pælt og mælt.
Veðursæld í Fáskrúðsfirði
Það lék við okkur veðrið í dag. Sólin sleikti fjallatoppa, logn og 6 stiga frost framan af degi.
Hverfaráð í stað Austurbrúar
Einhvern veginn hef ég ekki trú á fyrirbrigðinu Austurbrú. Held að þetta sé svona fínni-manna-klúbbur sem hugsar stórt, heldur hátimbraða