Fjármálaráðherra á villgötum

Og þetta er ekki það eina, þar við bætist að öll aðföng fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni verða dýrari. Flutningafyrirtækin munu hækka gjaldskrár sínar sama dag og fyrirhugaðar eldsneytishækkanir taka gildi. Pakkaflutningar eru svimandi hár kostnaðarliður í dag. Dæmi eru um að fyrirtækin krefji viðskiptavini sína um 3-5 þúsund krónur fyrir flutning á smápakka frá Reykjavík til Ausfjarða. Hækkað smásöluverð vegna aukins flutningskostnaðar kallar á hækkuð laun almennings í komandi kjarasamningum. Magnað að fjármálaráðherra skuli særa fram verðbólgudrauginn fræga, með svo afgerandi hætti sem hér er boðað.
Tengdar greinar
Frumskógarlögmál í vöruflutningum
Það er fróðlegt að skoða verðlagningu á flutningum út á land. – 30 kg. sending Rvk-austur á firði, fékkst fyrir
Þriðji orkupakkinn – Hvað er það?
Eins og nafnið gefur til kynna, lítur út sem þetta sé þriðji pakkin sem kominn sé tími á að samþykkja,
Djúpivogur í miklum vanda
“Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning í landinu og stjórnvöld til alvarlegrar umhugsunar um