Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar

Ekki er að efa að íbúar Fjarðabyggðar koma til með að fagna nýrri fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. í henni verður væntanlega fastmælum bundin þau fjölskyldugildi sem Fjarðbyggð hyggst starfa eftir á komandi árum og áratugum.
Fjölskyldustefnan hefur legið á teikniborði ráðamanna bæjarfélagsins í tæplega tíu ár, sjá fundargerð frá árinu 2005. (Ath. Fundargerð hefur verið fjarlægð af vef sveitarfélagsins).
Spurning er hvenær drögin, sem væntanlega eru orðin all nokkuð þróuð á þessari 10 ára vegferð, verði kynnt íbúum, svo þeir megi fá tækifæri til að gera athugasemdir. En umrædd fjölskyldustefna mun varða hagsmuni allra íbúa Fjarðabyggðar.
Tengdar greinar
Ný flugáætlun Egilsstaðir – London
Ég hef gjarnan velt fyrir mér af hverju ekki er beint flug frá Egilsstöðum til London og eins borga í
Hestamenn á Eskifirði fá nýtt hesthúsahverfi
Svæðið er við Símonartún og er ætlað fyrir gripahús, hlöður og aðrar byggingar tengdar búfjárhaldi. Gert er ráð fyrir reiðskemmu
Hestar og hestamenn á Fáskrúðsfirði
Video af hestum og hestamönnum á Fáskrúðsfirði.