Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar

by Arndís / Gunnar | 12/11/2014 11:31

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar[1]

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Ekki er að efa að íbúar Fjarðabyggðar koma til með að fagna nýrri fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. í henni verður væntanlega fastmælum bundin þau fjölskyldugildi sem Fjarðbyggð hyggst starfa eftir á komandi árum og áratugum.

Fjölskyldustefnan hefur legið á teikniborði ráðamanna bæjarfélagsins í tæplega tíu ár, sjá fundargerð frá árinu 2005. (Ath. Fundargerð hefur verið fjarlægð af vef sveitarfélagsins).

Spurning er hvenær drögin, sem væntanlega eru orðin all nokkuð þróuð á þessari 10 ára vegferð, verði kynnt íbúum, svo þeir megi fá tækifæri til að gera athugasemdir. En umrædd fjölskyldustefna mun varða hagsmuni allra íbúa Fjarðabyggðar.

Endnotes:
  1. [Image]: https://aust.is/wp-content/uploads/2014/10/2ce28939cabd3876.jpg

Source URL: https://aust.is/fjolskyldustefna-fjardabyggdar/