Flóttafólk boðið velkomið

Mánudaginn 12. mars buðu bæjarráð og bæjarstjóri Fjarðabyggðar til móttöku í Safnahúsinu í Neskaupstað til að taka á móti flóttafólki sem komu til Fjarðabyggðar í byrjun mars. – Auk flóttamafólksins var einnig boðið fulltrúum úr Félagsmálanefnd Fjarðabyggðar, starfsmönnum félagsþjónustusviðs, fulltrúa frá Austurbrú, starfsfólki frá Grunnskólum í Fjarðabyggð auk fulltrúum Rauða krossins. Boðið var uppá grænmetissúpu og að henni lokinni gæddu gestir sér á vöfflum með rjóma og mæltist það afar vel fyrir. – Í hópnum sem kom í mars eru 4 fjölskyldur, tvær hafa sest að í Neskaupstað og tvær á Reyðarfirði og hafa fyrstu mánuðurnir gengið vel fyrir sig.
Tengdar greinar
Atvinnubátar og frístundatrillur eldri borgarar
Mörg sveitarfélög taka tillit til eldri borgara þegar þau ákveða bryggjugjöld. Vogar veittu 25% afsláttur til eldri borgara árið 2010
Hestar og hestamenn á Fáskrúðsfirði
Video af hestum og hestamönnum á Fáskrúðsfirði.
Gengið jafnar sig eftir uppsveiflu
Þau tíðindi berast frá norskri ferðaskrifstofu að ferðamenn afbóki íslandsferðir sem aldrei fyrr vegna hækkaðs gengis krónunnar. Þar með er