Fordómar eða umburðarlyndi

Fordómar af öllu tagi skaða og koma í veg fyrir framþróun. Flest allt sem drífur samfélagið okkar áfram, getur valdið öðrum tímabundnu ónæði. Fiskvinnsala lyktar, samgöngur menga, skemmtanaiðnaður er hávaðasamur og flugvélar og bílar menga loftið sem við öndum að okkur.
Umburðarlyndi þarf að vera í fyrirrúmi þegar frjóir og hugvitsamir einstaklingar bera upp nýstálegar hugmyndir, sem síðar, ef vel tekst til, gætu bætt atvinnuástand þjóðarinnar og jafnvel stuðlað að minni mengun.- Framþróun fæst með tilraunum manna við að meta og skilgreina hefðbundin sannindi upp á nýtt.
Það að setja upp vindmyllu eða raða upp nokkrum sólarsellum heima við húsið sitt, gæti allt eins verið byrjun á einhverju, – sem öllum kæmi til góða þegar fram líða stundir. Margar vindmyllur eru mjög hljóðlátar og ódýrar sólarsellur eru að hlaða inn rafmagni langt fram eftir kvöldum að sumarlagi.
Það er sorglegt ef bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar eru búnir að koma sér upp óhagganlegum stóra sannleik í orku- og umhverfismálum.
Tengdar greinar
Djammfélagið og Slysavarnadeildin Hafdís á Fáskrúðsfirði…
..standa fyrir smá skemmtun í tilefni sjómannadagsins laugardaginn 31. maí nk. Skemmtunin mun fara fram á bryggjunni fyrir neðan Fram
Er réttlætið fjárhagslegur og pólitískur ómöguleiki?
Nú eru liðnir ríflega níu mánuðir síðan Katrín Jakobsdóttir brynnti músum yfir ranglæti heimsins og sagði öryrkja og eldri borgara
Loksins glæta
Fallegur dagur, smá kuldagjóla og norðan átt. Tilvalið myndatöku veður.