Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún, Eskifirði

Eigandi nýbyggðs hesthúss við Símonartún, Eskifirði, hefur skrifað bæjarstjórn Fjarðabyggðar bréf, þar sem hann fer þess á leit við bæjarfélagið að það beri kostnað af flutningi hesthússins af svæðinu vegna forsendubrests á að stunda þar hestamennsku. Erindið er tilkomið vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðaveg. Bréfritarar leggja til að hætt verði að skilgreina svæðið við Símonartún sem framtíðar hesthúsabyggð. Með bréfinu er lagður fram póstur frá Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða, dagsettur 17. júlí 2017 þar sem áhætta svæðisins er metin samsvarandi hættusvæði A skv. reglugerð 505/2000. Lagður fram póstur Vegagerðarinnar, dagsettur 6. september 2017, vegna umferðar akandi og ríðandi um Helgustaðarveg. Lagður fram póstur Ofanflóðasjóðs, dagsettur 9. október 2017, vegna ofanflóðavarna á svæðinu en sjóðurinn kæmi ekki að því að verja svæðið við Símonartún. – Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi málin og verður það tekið upp að nýju á næsta fundi nefndarinnar. Sjá nánar á vefsvæði Fjarðabyggðar. Skoða
Tengdar greinar
Gisting í Vogafjósi, Mývatnssveit
Við hjónin urðum veðurteppt á ferð okkar austur á firði frá Akureyri. Lögðum af stað í rjómalogni og sólskini, en
Atlantsolía boðar lækkun á bensíni og dísilolíu í dag 1. maí
Atlantsolía afnemur allar tryggðaráskriftir og bestu vina afslætti og boðar lægsta verð landsins án skilyrða. Atlantsolía mun frá og með
Ríkidæmi Pírata
Fátækir íslendingar horfðu með forundran á Píratann, Jón Þór Ólafsson, rífa þrjá 10 þúsund krónu seðla í beinni útsendingu á