Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson aðstoðar við úthlutun matar til fátækra

Þá segir í sömu frétt: “Stjórnarmeirihlutinn hafnaði á lokadögum þingsins breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar aldraðra og öryrkja afturvirkt. „Þeir sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag, þá velmegun sem við njótum í dag, þá innviði þess íslands sem við þekkjum, eru hinir öldruðu,“ segir forsetinn. „Við eigum þakkarskuld við þetta fólk að það geti lifað sómasamlegu lífi og hvort sem það eru aldraðir eða öryrkjar eða fólkið sem þarf að standa hérna í biðröð í kuldanum til að eiga mat fyrir sjálfan sig og börnin er auðvitað merki um það að við sem þjóð höfum ekki staðið okkur.“ Rúv.is
Hvað á svo Bjarni Benediktsson nákvæmlega við þegar hann skrifar á Twitter: “Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?” – Ætlar Bjarni Benediktsson að hirða alsnægtarborðið af Ólafi Ragnari Grímssyni, af því forsetinn finnur til með þeim sem minna mega sín?
Tengdar greinar
Biðlistar eftir aðgerðum – Fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar Flokki fólksins
“Virðulegi forseti. Ég ætla að beina fyrirspurn til hæstv. heilbrigðisráðherra um biðlista. Ástæða þess að ég spyr um þetta núna
Græna slýið á Eskifirði
Dularfullt grænt slý sest inn á heitavatnslagnir og fyllir síur á Eskifirði með þeim afleiðingum að bæjarbúar eiga á hættu
Mikið grín! – Leiðrétting á forsendubresti
Ágætur maður af landsbyggðinni sýndi mér afborgunarseðilinn sinn frá íbúðalánasjóði. Hann keypti ásamt eiginkonu, húsnæði um mitt ár 2007 og