Franskir dagar á Fáskrúðsfirði 24. – 28. júlí

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði 24. – 28. júlí

Senn líður að Frönskum dögum hér á Fáskrúðsfirði sem verða haldnir 24. til 28. júlí næstkomandi.

Margt verður brallað að þessu sinni og verður Frönsku dögunum þjófstartað á miðvikudeginum 24. júlí með Pöbbakvissi í Skrúð í boði Gull léttöls. Spyrill og höfundur spurninga verður Daníel Geir Moritz. Frítt inn.

Fimmtudagur 25. júlí

Kl. 16:00 Tour de Fáskrúðsfjörður (punktur 25 á korti).
Hjólað verður frá Höfðahúsum við norðanverðan fjörðinn. Hægt er að fá hjólin ferjuð og er farið frá grunni Franska spítalans. – Allir keppendur verða að vera með hjálm.

Kl. 17:00 Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu hafmeyjuna við Búðagrund (punktur 7 á korti)
Þessi frábæri leikhópur hefur slegið í gegn með sýningum sínum og í ár mætir Litla hafmeyjan á svæðið. Ekki þarf að panta miða fyrirfram og geta sýningargestir fengið mynd af sér með persónum úr leikritinu að sýningu lokinni. Verð er 2500 kr og frítt fyrir 2ja ára og yngri.

Kl. 17:30 Leiknir – ÍR. Leikur í 2. deild karla. Leikið er í Fjarðabyggðarhöllinni, Reyðarfirði.

Kl. 20:00 Kenderíisganga og setning Franskra daga
Kenderísgangan er fyrir löngu orðin einn stærsti viðburður hátíðarinnar og verður enn stærri í ár. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar setur hátíðina og tökum við vel á móti gestum frá Gravelines. Þá er aldrei að vita nema leynigestur mæti á svæðið. Mæting við Salthúsið og má mæta aðeins fyrr enda verður boðið upp á ýmist góðgæti.

Kl. 22:00 – 00:00 Tónleika-uppistand með Eyþóri Inga í Skrúði.
Gæsahúð og hláturskast! Skrúður mun iða af lífi þar sem Eyþór Ingi mun fara á kostum með tónlist og gamanmálum. 18 ára aldurstakmark og 3.500 kr inn. Miðasala á www.tix.is.

Föstudagur 26. júlí

Kl. 16:00 Dorgveiðikeppni.
Mæting á Bæjarbryggjunni neðan við Fram. Munið björgunarvestin.

Kl. 16:00 og 17:00 Fáskrúðsfjarðarhlaupið. Hlaupið er frá Franska spítalanum við Hafnargötu, út með norðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Hlaupaleiðin er malbikuð. Þrjár vegalengdir eru í boði, 5, 10 og 21 km.
ATH. Ræst verður í 21 km hlaupið kl. 16:00 en 10 km og 5 km kl. 17:00

Kl. 17:00 Leiknir B – Skúmhöttur á Búðagrund
Leikur í Launaflsbikarnum í fótbolta karla.

Kl. 21:00 – 23:30 Brekkutónleikar Franskra daga við Búðagrund.
Varðeldur, tónleikar og uppistand. Fram koma:
Ingó veðurguð með fjöldasöng í boði Ice Fish Farm
Andri Ívars með uppistand
Halldóra Malín og Jón Hilmar
Dalasystur
Atriði frá Tónskóla Fáskrúðsfjarðar
Kynnar verða Daníel Geir Moritz og Hafþór Eide Hafþórsson

Kl. 23:30 Flugeldasýning
Björgunarsveitin Geisli skýtur upp metnaðarfullri flugeldasýningu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Kl. 00:00 – 03:00 Skrúðsgleði með Ingó veðurguð. Ingó verður í roknastuði og flytur lög sem fólk langar að dansa við eða syngja með. 18 ára aldurstakmark og frítt inn í boði Loðnuvinnslunar.

Laugardagur 27. Júlí

Kl. 10:00 – 11:00 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson
Mæting við Skólamiðstöðina (punktur 10 á korti) og hlaupið að minnisvarða um Berg, við Búðaveg 36 (punktur 11 á korti).

Kl. 12:00 Helgistund í Frönsku kapellunni. Helgistund á vegum þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi. – Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við Franska spítalann.

Kl. 13:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum. Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi. Lifandi tónlistarflutningur. – Hvetjum fólk til að fjölmenna og þá sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn. Íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi.

Kl.13:30 Búningahlaup Latabæjar – Hlaupið er ætlað börnum á öllum aldri og er ætlast til að þátttakendur mæti í skrautlegum klæðnaði. Mætt er við kirkjuna (Punktur 12 á korti) og hlaupið að hátíðarsvæði. Þátttakendur fá glaðning að hlaupi loknu.

Kl 14:00 Hátíð í bæ – Dagskráin fer fram á Skólavegi á milli Skrúðs og sundlaugarinnar.
Fram koma: Íþróttaálfurinn og Solla stirða í boði Sparisjóðs Austurlands. Ingó töframaður í boði Landsbankans
Huginn. Benedikt Gröndal kynnir og stýrir happdrætti. Að auki verða hoppukastalar, vatnaboltar, Austurlandsmótið í kassaklifri og fjöldi annarra leiktækja. Í Skrúði verður vöfflusala, markaður og glæsileg sýning hjá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Kl. 17:00 Íslandsmeistaramótið í Pétanque. – Spilað er á sparkvelli við Skólamiðstöðina, skráning á staðnum. Bráðskemmtilegt franskt kúluspil fyrir alla fjölskylduna.

Kl. 20:30 – 22:30 Sumarfjarðaball með Hugin og Stuðlabandinu. Fjarðaball í Skrúði fyrir ungmenni fædd 2001 – 2005 með þessum glæsilegu listamönnum. Starfsfólk úr félagsmiðstöðvum í Fjarðabyggð verður á staðnum. Verð: 1500 kr og er selt inn við inngang. Sömu reglur gilda og á félagsmiðstöðvarböllum og ógildir ölvun miðann. Rúta frá Neskaupstað leggur af stað frá Verkmenntaskólanum kl. 19.30 og tekur upp farþega á Shell á Eskifirði og Olís Reyðarfirði. Verð í rútu er 1.500 kr.

Kl. 00:05 – 03:00 Stórdansleikur Franskra daga. – Stuðlabandið leikur fyrir dansi á glæsilegum dansleik í Skrúð. Einar Ágúst verður með innkomu á ballinu og verður stuðið algjört þegar hann og Stuðlabandið leiða saman hesta sína.
Aldurstakmark er 18 ár og verð 3.000 kr. Miðasala á www.tix.is.

Sunnudagur 28. Júlí

Kl. 12:00 Í kósýstuði með Guði – Helgistund í Fáskrúðsfjarðarkirkju með léttri tónlist, söng og hugleiðingu. Tilvalið að hittast, þakka fyrir góða helgi og njóta samverunnar.

Kl. 13:30 Fjölskyldustund á Búðagrund. Froðurennibraut, hoppukastali og Nerf klúbbur Austurlands verður á staðnum.
Frisbígolfmót – skráning á staðnum. Keppendur koma með sína eigin diska.

Kl 16:00 Félagsvist í Glaðheimum. Síðast en ekki síst spilum við félagsvist. Færð þú bara slagi í nóló? 500 kr þátttökugjald og er innifalið kaffi og með því.

Sjáumst í stuði á Frönskum dögum!


Tengdar greinar

Fjarðabyggð hafnar aðgengi lögreglu og tollgæslu að öryggismyndavélum Mjóeyrarhafnar

Í bókun hafnarstjórnar frá 21. apríl sl. kemur fram að lögregla og tollgæsla hafi óskað eftir að fá aðgengi að

Réttlæti fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi – Áskorun

Halló öll! Eruð þið búin að skrifa undir áskorun á Alþingi Íslendinga um réttlæti fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi?

Er þetta virkilega atvinnubílstjóri?

Á leið okkar um Fagradal niður á firði, í myrkri rétt fyrir klukkan 9 að morgni 30. desember síðast liðnum,

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.