Frekjuakstur flutningabílstjóra um þjóðvegi landsins


Ökumaður jeppabifreiðar greinir frá ferðalagi sínu um þjóðvegi landsins: Á leið minni austur á firði um suður- og austurland síðast liðinn mánudag, mætti ég nokkrum stórum vöruflutningabílum, og ætti það svo sem ekki að vera í frásögu færandi, nema hvað aksturslag ökumanna þessara risa stóru bíla er í mörgum tilvikum með ólíkindum vafasamt. Undantekning er að þeir dragi úr ferð sinni, þótt þeir séu með hjólin að hluta til inn á vegahelmingi þess sem á móti ekur. -Við erum að tala um vegi og brýr m.a. á austurlandi, þar sem ökumenn venjulegra fólksbíla þurfa að sýni fyllstu aðgát og tillitssemi þegar þeir mætast.

Vegaaxlir eru víðast vart meira en ríflega tvö fet frá malbiksbrún og eru gjarnan svikular í votviðri og leysingum. -Þú víkur ekki langt út í vegbrún ef þú mætir stórum flutningabíl dragandi eftivagn sem gjarnan er jafn umfangsmikill og flutningabíllinn sjálfur.
Og þetta er ekki allt, segir umræddur ökumaður. Í aflíðandi beygju á suðurlandi mæti ég þungaflutningabíl á hraðferð með stóra beltagröfu á pallinnum, farmurinn hallaði það ískyggilega yfir á minn vegahelming að ógn stafaði af. Þegar skyggja tók fór ég um austfirði, þar mæti ég í þrígang þunglestuðum vöruflutningabílum með aftanívagna. þeir vísuðu sér leiðina með öflugum kastaraljósum á þakskyggni. Ljós þessi voru svo öflug og blindandi að leggja þurfti út í kant meðan herlegheitin fóru hjá.
Og meira um notkun á ljósabúnaði. Ökumaðurinn segir að kannski megi flokka áðurnefnd tilvik, sem tillitsleysi og klaufaskap, en nefnir mér dæmi um hreinan ruddaskap. Honum hafi orðið á, að blikka ljósum á flutningabíl sem ekki lækkaði ljósin við mætingu. Afleiðingin varð sú að viðkomandi bílstjóri skellti á hann öflugum blindandi kastaraljósum. Þar hefði getað farið illa fyrir okkar manni, sem við þetta, sá ekki glóru þar sem hann ók um á 90 kílómetra hraða.
Tengdar greinar
LAUSAGANGA SAUÐFJÁR BÖNNUÐ INNAN ÞÉTTBÝLISMARKA FJARÐABYGGÐAR
Kæru umsjónarmenn SAUÐFJÁR sem og aðrir íbúar, Vegna ítrekaðra ábendinga um laust SAUÐFÉ innan íbúabyggðar í Fjarðabyggð vill dýraeftirlitið koma
Fákeppni og okur í vöruflutningum á landsbyggðinni
Svo virðist sem tvennir verðlistar séu í gangi fyrir viðskiptavini Landflutninga. Annars vegar eru vildar-verð, sem útvaldir viðskiptamenn njóta og