Fréttir af veiðigjaldi

Fréttir af veiðigjaldi

Nú í morgun voru ríflega 30 þúsund einstaklingar búnir að skrifa undir lista er varðar óbreytt veiðigjald. Þeir sem skrifa undir listann eru að biðja um að veiðigjald verði ekki lækkað frá því sem nú er.

Ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sér ástæðu til að gera lítið úr listanum og segir að ef fara eigi eftir innihalds beiðni listans, þýði það að veiðigjald verði “aflagt”. Veiðigjalds álagningunna segir hann klúður fyrri ríkisstjórnar, sem stjórnarflokkarnir ætli sér að lagfæra.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu á Alþingi í gær, “….sorglegt til þess að vita að 27 þúsund mætir Íslendingar skuli nota lýðræðislegan rétt sinn og áhuga á samfélagsmálum til að skrifa undir áskorun um að núverandi lög verði framlengd óbreytt og verði þannig til þess að ekkert sérstakt veiðigjald verði lagt á útgerðina á næsta ári. Lögin sem um ræðir eru þannig vaxin að ekki er hægt að innheimta veiðigjöld samkvæmt þeim. Þetta hefur komið kirfilega fram í umræðu og þetta kemur kirfilega fram í athugasemdum með þessu sama frumvarpi,“ er haft eftir Þorsteini.

Ráðherra og þingmanni má vera ljóst að undirskriftirnar eru ekki hugsaðar sem beiðni um afnám veiðigjalds. Þeir vita jafnframt, að ríkisstjórnin getur haldið sig við ákvörðun fyrri ríkisstjórnar og gert tæknilegar úrbætur á svokölluðu klúðri, en þeir kjósa að nota útúrsnúning og hroka til að gera lítið úr þeim sem skrifa nöfn sín á listann.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.