Fría bókhaldskerfið “Manager” vinsælt

Við höfum merkt ótrúlegan áhuga fyrir bókhaldskerfinu sem við íslenskuðum og staðfærðum að 3/4 hlutum. Í dag er forritið að fullu íslenskað. – Mikil umferð hefur mælst um vefsvæði okkar undanfarna daga við að sækja Manager forritið, en það má sækja HÉR
Forritið er frítt, og allar uppfærslur þess í skjáútgáfu eru fríar til frambúðar. Engar skuldbindingar eða takmarkanir eru á fjölda viðskiptavina, lagerfærslum eða öðru því sem bókhaldskerfið býður upp á.
Við höfum verið spurð hvort bókhaldskerfið sé viðurkennt að Ríkisskattstjóra. Því er til að svara, að við höfum engar spurnir af því. Bókhaldskerfið má nota við að halda utan um útgjöld, tekjur, lager, viðskiptamenn og flest allt sem prýðir vönduð bókhaldskerfi. – Þetta má einnig gera í Excel, -en af hverju ættu menn að standa í að finna upp hjólið í Excel formúluflækjum, ef hægt er að nota tilbúið frítt bókhaldskerfi?
Bókarinn þinn, og þú lesandi góður hafið jafnan aðgang að Manager forritinu. – Þegar að uppgjörum kemur, keyrir þú niðurstöður VSK tímabils eða ársuppgjörs út og sendir þær á bókarann. – Slíkt fyrirkomulag ætti að spara báðum aðilum mikla vinnu.
Athugið: Ég undirritaður þýddi forritið yfir á íslensku að 3/4 hlutum. – Að öðru leyti hef ég engan ávinning af dreifingu og uppsetningu þess. Fyrirspurnum og/eða athugasemdum skal beina til eiganda og ábyrgðamanns á vefsvæðinu: Manager.io– Kveðja, Gunnar Geir
Tengdar greinar
Sjókvíaeldi – Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið
Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund, skrifar í Vísir.is þann 9. maí sl. athyglisverða grein. Tilvitnun
Fjárlagafrumvarpið – Aldraðir og öryrkjar mega éta það sem úti frýs
Stjórnarandstaðan barðist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og aldraðra í umræðu um fjárlagafrumvarpið, án árangurs. Fróðlegt var að fylgjast með
Fríar lóðir
Við að fylgjast með fréttum að undanförnu, hefur okkur orðið ljóst að hægt er að fá fríar lóðir hægri vinstri.