Fríar lóðir

Við að fylgjast með fréttum að undanförnu, hefur okkur orðið ljóst að hægt er að fá fríar lóðir hægri vinstri. – Það eina sem til þarf, er að hafa trú. – Við vissum að trúin flytur fjöll. – En fyrir okkur er það nýtt í stöðunni, að hún færi okkur lóðir.
Vanti þér lesendandi góður væna lóð fyrir nýbyggingu, þá þarft þú að stofna nýtt trúfélag með fjölskyldu þinni. Öll trúfélög sitja við sama borð. Þannig að ef þú aðhyllist álfatrú eða stokka- og steinatrú. – Þá hikaðu ekki við að sækja um fría lóð, og sjáðu til, innan tíðar, -ef þú hefur staðið rétt að málum, mun þér berast jákvætt svar við erindinu, þar sem, eins og áður greinir, er óheimilt að mismuna trúfélögum í landi voru.
Einhver gæti haldið að með skrifum þessum séum við að ganga til liðs við öfgaöfl í þjóðfélaginu og séum rasistar. – En því fer fjarri, við erum einungis að benda fátæku fólki á hentuga leið við að losna við sligandi kostnaðarlið sem lóðarkaupum fylgir og fá ókeypis lóð til að byggja framtíðar félagsheimili sitt á. 🙂
Tengdar greinar
Hesthúsahverfið á Fáskrúðsfirði fær lýsingu
Nú í haust hefur verið unnið að uppsetningu og tengingu ljósastaura við Goðatún. En Goðatún er aðalgatan í hesthúsahverfinu okkar
Flóttafólk boðið velkomið
Mánudaginn 12. mars buðu bæjarráð og bæjarstjóri Fjarðabyggðar til móttöku í Safnahúsinu í Neskaupstað til að taka á móti flóttafólki
Kjarasamningar – Bjöllur klingja!
Nú í aðdraganda samninga um kaup og kjör hinna vinnandi stétta, er varað við kauphækkunum umfram tvö til tvö og