Fróðleikur um hesta

Fróðleikur um hesta

“Í dag lifa hestar gjarnan til 25 til 30 ára aldurs.  Elsti hesturinn er talinn hafa verið „Old Billy“ sem lifði til 62 ára aldurs.

Hesturinn er hóp- og flóttadýr og hefur alla tíð verið veiddur af rándýrum. Eðli hans er því að flýja frá öllum hættum og þeir halda sig saman í hóp sem kallast stóð. Ef engin er undankomuleiðin snúa hestar sér til árásar eða varnar. Hross halda sig saman í hóp og eru nokkuð föst á það að fylgja stóðinu eða leiðtoganum en hestar hafa mikla hvöt til að velja sér leiðtoga. Þetta getur maðurinn nýtt sér við tamningar og þjálfun hestsins. Hestar hafa samskipti hver við annan með líkamstjáningu og hneggi.

Stóðið samanstendur af stóðhesti og stóðmerum auk afkvæma. Oft eru yngri graðhestar með í hópnum sem slást um tign í goggunarröðinni. Oftast er það elsta merin sem stjórnar hópnum í leit að fæðu og skjóli. Hún þekkist af því að hún lætur flest hrossin éta á undan sér, ef lítið er um mat, en nýtur samt fyllstu virðingar allra hrossanna í stóðinu. Hún fer fyrir hópnum og velur bestu og öruggustu leiðina milli beitarsvæða.

Hestar eru hafðir til margs konar nota, hvort sem það er sem tómstundagaman, til vinnu eða afurða. Hestar voru helstu vopn herja fyrir iðnbyltinguna og eru einnig notaðir til sjúkraþjálfunar og í ýmsum meðferðum. – Margar atvinnugreinar vinna við eða nota hesta við vinnu sína. Ef frátaldir eru tamningamenn, þjálfarar og dýralæknar nota margar lögregludeildir hesta við störf sín. Bændur og skógarhöggsmenn um allan heim hafa notað hesta til dráttar og gera enn. Í þróunarríkjum eru hestar enn mikið notaðir þó að dregið hafi úr notkun þeirra í atvinnulífi iðnríkjanna.” Sjá nánar á vefsvæðinu https://is.wikipedia.org/wiki/Hest

SONY DSC


Tengdar greinar

Glæsileg kona við fallega styttu

Arndís stendur við höggmynd sem er  fyrir framan Teatro Guimera leikhúsið í Santa Cruz, Tenerife. – Myndin er eftir Igor

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld að jafna húshitunarkostnað

Bæjarráð Fjarðabyggðar bókar: „Í framhaldi af fyrirspurn og umræðu á Alþingi um húshitunarkostnað, skorar bæjarráð Fjarðabyggðar á stjórnvöld að ganga

Sameining sveitarfélaga tekur á sig hinar verstu myndir

Búið er að hagræða svo í hinum ýmsu sveitarfélagskjörnum hér á austfjörðum að sumt fólk hyggst skálka hús sín og

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.