Fyrirhuguð bankasala er slæm stjórnsýsla

Nú vill einhver selja banka. Hvað gerir hann? Jú, hann fær valinkunna sómamenn og konur til að semja handa sér bók um ágæti þess að þjóðinni sé fyrir bestu að selja banka. – Bókin skal vera trúverðug og því skal hún nefnast Hvítbók.
Með hina nýsköpuðu Hvítbók í farteskinu er svo efnt til margra halelúja funda um ágæti þess að þjóðin selji bankana sína sem allra fyrst. Árið 2016 hagnaðist Arionbanki um 49,7 milljarða og Landsbankinn um 36,5 milljarða. Árið 2017 hagnaðist Arionbanki um 14,8 milljarða og Landsbankinn um 29,7 milljarða. Árið 2018 er útlit fyrir að bankarnir hagnist svipað og árin á undan.
Landsbankinn greiddi 11,57 milljarða í opinber gjöld á árinu 2018 og Arion banki 9,4 milljarða. Einungis ríkið sjálft greiðir hærri upphæð í opinber gjöld. – Að selja Landsbankann er álíka snjallt ráðslag og að grilla mjólkurkúna og borða hana með útsæðinu.
Tengdar greinar
Umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar 2017 afhent
“Umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar voru veitt í annað sinn á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði í dag. Viðurkenningar voru veittar í þremur flokkum; fyrir
Náttúrupassinn í víðara samhengi
Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli sér að bæta enn einum skatti á almenning svo kosta megi nauðsynlegar framkvæmdir á
Djúpivogur í miklum vanda
“Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning í landinu og stjórnvöld til alvarlegrar umhugsunar um