Fyrirtækið Og synir ehf klárar að byggja Skólaveg 98-112

Við sögðum frá því fyrir tveim árum að Fjarðabyggð hefði samþykkt að selja Fylki ehf ófrágengna sökkla við Skólaveg 98 til 112 á Fáskrúðsfirði.en svo virðist sem eitthvað hafi komið upp á varðandi söluna. – Nú ber svo við að byggingarfyrirtækið Og synir ehf hefur tekið við boltanum og stefnir á að ljúka steypu á gólfplötum þeirra 8 íbúða sem hér um ræðir á þessu ári og hefja vinnu við utanhússklæðningar á neðri hæðum húsanna og einingasmíði fyrir 2 hæð.
“Unnið er að aðföngum og aðstöðusköpun núna á næstunni, uppsetningu vinnubúða og efnislagers. Þetta er mikið ánægjuefni að geta sett þetta af stað og lokið þessari framkvæmd sem er búin að standa yfirgefin síðan fyrir hrun”, segir á vefsvæði fyrirtækisins. Sjá hér
Tengdar greinar
Píratar með frumvarp um rýmri veiðar smábáta
Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að bæta aðstæður til strandveiða bæði með því að taka tillit
Kveðja frá Páli Björgvini Guðmundssyni
Páll Björgvin Guðmundsson lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Af því tilefni sendir hann öllum íbúum Fjarðabyggðar þakkir
Upptökur á Fortitude að hefjast í Reyðarfirði
Tökur á bresk-bandarísku sjónvarpsseríunni Fortitude, eru að hefjast í Reyðarfirði á næstunni. Verkefnið er sagt stórt í sniðum og áætlað