Girðingarvinnan leikur einn – Myndband

by Arndís / Gunnar | 22/10/2017 11:51

Það er af sem áður var, þegar tveir menn hlupu um með járnkarl á milli sín með uppáþræddri gaddavírsrúllu. Fyrst einn strengur og svo annar, allt að fimm strengir í hæð girðingar. Nú virðist enginn svitna lengur við þessa fyrrverandi þrælavinnu og er það vel að stritið minnki í sveitinni á síðustu og verstu tímum, þegar sláturhúsin eru enn og aftur að lækka afurðagreiðslur til bænda.

Source URL: https://aust.is/girdingarvinnan-leikur-einn/