Gjafir eru okkur gefnar

Nú þegar styttist til jóla má greina að rétti jólaandinn er farinn að svífa yfir vötnum hjá stjórnarliðinu. Fjárlaganefnd, með Vigdísi Hauksdóttir í broddi fylkingar útdeilir gjöfum og heillaóskum til allra átta. Svo mikil er gjafmildin að manni er hugsað til jólalagsins góða, þar sem Skrámi kallinum, þótti nóg um gjafmildi jólasveinsins.
Fjármálaráðherra stal þó jólunum pínu lítið frá frú Vigdísi, en hann ætlar af einskærri rausn, færa þjóðinni lækkun á fyrirhuguðum matarskatti úr 12 prósentustigum niður í 11 prósent.
Fjárlaganefnd ætlar að hækka fjárframlög til Landspítalans um heilan milljarð umfram það sem lagt var til í fjárlagafrumvarpi. -Væntanlega hefur fjárlaga- og Pétursnefnd komist að þeirri niðurstöðu að áður óhæfir forstöðumenn spítalans, kunni eftir allt, að fara með fjármuni.
RÚV fær allt útvarpsgjaldið á komandi ári, en til þessa hefur hluti þess farið í annað, þar sem RÚV hefur keypt svo ódýrt fjölmiðlaefni að stofnunin hefur ekki þurft á öllum tekjustofninum að halda.
Landhelgisgæslan fær 200 milljónir aukalega til rekstursins. En til gamans má geta þess að nota mætti þá upphæð til kaupa á 4.348 hríðskotabyssum frá norska hernum.
Annars er umhugsunarefni af hverju fjárlaga- og Péturnefnd eru að pönkast opinberlega í starfsmönnum ríkisstofnanna lungan úr árinu vegna meintra framúrkeyrslna, en gleðja þá síðan með svipuðum hætti og húsbóndi kastar beini í vansælan hund sinn.
Til að upphefja stemningunna, er vert að sjá myndbandið góða; Skrámur skrifar jólasveininum. 🙂
Tengdar greinar
Halldóra Mogensen um borgaralaun
Flutningsmenn: Halldóra Mogensen, Björn Leví Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Forseti. Undirstaða hugmyndafræðinnar
Svartur föstudagur
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hyggjast draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu og þar með hafna Evru sem gjaldmiðli – Með því
Nokkrir góðir fiskabrandarar á hrekkjavöku
Sjá myndband hér fyrir neðan