Gjaldskrárhækkanir afturkallaðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á fundi í morgun (13.1.2014), að fella úr gildi hækkun á gjaldskrám leikskóla, skóladagheimila og tónlistarskóla.
Gjöld fyrir þessa þjónustu verða þar með þau sömu og á árunum 2012 og 2013 eða þriðja árið í röð.
Að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra, telur sveitarfélagið mikilvægt að stuðlað sé að stöðugu verðlagi í landinu og því hafi verið ákveðið að endurskoða gjaldskrárhækkanir frá síðustu áramótum. Þá hafi bæjarráð horft til þess að hækkanir á gjaldskrám sem snúa að barnafjölskyldum yrðu dregnar til baka, í samræmi við áherslur bæjarstjórnar í fjárhagsáætlanagerð á kjörtímabilinu.
Gjaldskrár leikskóla og skóladagheimila hækkuðu um síðustu áramót um 3% og um 10% hjá tónlistarskólum Fjarðabyggðar. Með því móti átti að mæta verðlagshækkunum en umrædd gjöld hafa staðið óbreytt frá 1. janúar 2012. Nemur hækkun verðlags á tímabilinu alls 8,5%.
Ekki hefur verið gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki fyrir skólamáltíðir eða í sundlaugar eða Skíðamiðstöðina Oddsskarði fyrir börn og unglinga. Þá var aldursviðmið í gjaldskrám sundlauga og skíðamiðstöðvar hækkað úr 16 í 18 ár, sem lækkar gjaldtöku umtalsvert í þessum aldurshópi.
Í greinargerð bæjarráðs segir að sveitarfélagið Fjarðabyggð vilji leggja sitt af mörkum til þess að verðlag haldist stöðugt í landinu og afturkalli því hækkanir á umræddum gjaldskrám. Sveitarfélagið hafi undanfarin ár stillt gjaldskrárhækkunum í hóf. Þess í stað hafi verið leitað hagræðingar í rekstri og tekjugrunnur styrktur með fjölgun atvinnutækifæra.
Tengdar greinar
Fjárlagafrumvarpið – Aldraðir og öryrkjar mega éta það sem úti frýs
Stjórnarandstaðan barðist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og aldraðra í umræðu um fjárlagafrumvarpið, án árangurs. Fróðlegt var að fylgjast með
Helgarferð 26-29 okt. frá Egilsstöðum til Prag á hagstæðu verði
Ferðaskrifstofan Fatravel á Egilsstöðum er að bjóða beint flug frá Egilsstöðum til Prag og aftur til baka fyrir 39.900 krónur.
Skjótráða skjalbakan
Magnað myndband af skjaldböku í vanda. Satt að segja hélt ég að bjögunaraðgerðir hjá skjalbökum tækju lengri tíma. 🙂