Glæsileg stefnuskrá Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara

Glæsileg stefnuskrá Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara

Eftir að hafa horft á Kastljósþátt gærkvöldsins, þar sem rætt var um hálfgildings hreppaflutninga á eldri borgurum innan vestfirskra byggðarlaga í hagræðingar- og sparnaðarskyni, var ánægjulegt, nú í morgunsárið að lesa fréttir um stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum aldraðra.

Í stefnuskrá Reykjavíkurborgar til ársins 2017 sem var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í gær, kemur fram að “Reykjavíkurborg vill vera aldursvæn borg sem tekur mið af þörfum eldri borgara. – Aðgengileg, aðlaðandi og hentug borg fyrir eldri borgara er aldursvæn borg. Þjónusta við eldri borgara hefur verið á höndum bæði ríkis og sveitarfélaga. Á næstu árum er stefnt að því að sveitarfélög taki við allri þjónustu. Í ljósi þessa vilja borgaryfirvöld setja fram stefnu í málefnum eldri borgara. Hún er unnin í nánu samstarfi við hagsmunasamtök eldri borgara og sérfræðinga í öldrunarþjónustu. Þessi stefna lýsir framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á það hvernig mæta megi þörfum eldri borgara og um leið hvernig samfélaginu getur nýst sem best sá auður sem þeir búa yfir.

Stefna í málefnum eldri borgara er sýn til framtíðar og snýst um það hvernig borgin getur stutt við samfélagsþátttöku og virkni eldri borgara. Það er ekki einungis aðgangur að þjónustu sem hefur afgerandi áhrif varðandi líðan og lífsgæði heldur að einstaklingurinn finni að hann sé sjálfráða og geti átt innihaldsrík samskipti við sína nánustu og aðra.”

“Þá segir enfremur ” Það er því mikilvægt að þjónusta sé þannig uppbyggð að starfsfólk í heimaþjónustu sem og á stofnunum leggi sig fram um að virkja frumkvæði og fá fram vilja þeirra sem þjónustunnar njóta. Þannig verði þjónustan veitt á forsendum þess sem hana þiggur. Til lengri tíma er lagt til að horfið verði frá því að aðgreina fólk og þjónustu við það eftir aldri, sjúkdómum, fötlun eða öðrum skilmerkjum, heldur eigi þjónusta og stuðningur að taka mið af þörfum hvers og eins. Mikil áhersla er lögð á samráð við eldri borgara og fagfólk í öldrunarþjónustu þegar mótuð er stefna í málefnum eldri borgara. Jafnframt er tekið mið af niðurstöðum rannsókna í málaflokknum.
Stefnt er að því að öll nærþjónusta verði á hendi Reykjavíkurborgar þar með talin heilsugæsla.

Þjónusta við eldri borgara í Reykjavík skal vera af miklum gæðum og eiga þau gæði að birtast í allri þjónustu sem boðið er upp á. Þegar talað er um gæði er átt við að þjónusta skuli uppfylla fyrirfram gefin gæðaviðmið, að ákvarðanataka um þjónustuna sé gagnsæ og jafnræðis sé gætt. Lögð er áhersla á áreiðanleika og öryggi.”

Stefnuna má lesa í heild á vefsvæði Reykjavíkurborgar.


Tengdar greinar

Sendingarkostnaður í hæstu hæðum

Sagan greinir frá manni sem þurfti að kaupa sér örsmáan gúmmí-þéttihring í vélina í bátnum sínum. – Þéttihringurinn var svo

Sinubrunar í Fjarðabyggð

Nokkuð mikið var um sinubruna í Fjarðabyggð um þessi áramót. Samkvæmt frétt á vefsvæði Austurfrétta, fór Slökkvilið Fjarðabyggðar í 15

Takk Katrín Jakobsdóttir – Takk Bjarni Benediktsson

Við vorum heppinn að þið komuð úr löngu sumarfríi og tókuð til við að semja ný fjárlög. Nú eru þið

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.