Gleðitíðindi fyrir skíðafólk í Fjarðabyggð

Gleðitíðindi fyrir skíðafólk í Fjarðabyggð

Rekstri skíðasvæðisins í Oddsskarði hefur verið útvistað með því að gera þjónustu- og leigusamning um reksturinn við Ómar Skarphéðinsson til fimm ára upp á 225 milljónir, eða 45 milljónir á ári.

Reksturinn fór í útboð 10. Júlí sl. með það að markmiði að efla skíðaiðkun og auka aðsókn að svæðinu. Eitt tilboð barst, sem uppfyllti útboðsskilyrði, tilboð Ómars og var í framhaldi gert við hann þjónustu- og leigusamningur um rekstur skíðamiðstöðvarinnar.

Skíðamiðstöðin mun áfram þjóna almenningi, íþróttafélögum og ferðaþjónustuaðilum. Skíðasvæðið verður að lágmarki opið frá 26. desember til 30. apríl, þegar veður og aðstæður leyfa. Miðað er við að svæðið sé opið frá kl. 13:00 til 17:00 virka daga og 11:00 til 17:00 um helgar. Þegar fram líður á veturinn lengist opnunartími um klukkustund og er þá miðað við frá kl. 10:00 til 17:00. Fjallað er sérstaklega um aðstöðu íþróttafélaga í Fjarðabyggð og skulu skíða- og brettaæfingar leyfðar alla daga sem skíðamiðstöðin er opin, nema mestu aðsóknardaga svo sem um páska.

Nánar um samninginn: “Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og öryggismálum skíðasvæðisins gegn árlegri kr. 45.000.000 samningskaupagreiðslu frá Fjarðabyggð, (skv. frétt á vefsvæði). Þar af eru kr. 29.000.000 vegna almenns rekstrarkostnaðar og kr. 16.000.000 vegna viðhalds. Vélar, tæki og annar búnaður verður afhentur rekstraraðilar til umsjónar í núverandi ástandi. Eignarhald skíðamiðstöðvarinnar verður einnig óbreytt ásamt þeim samningum sem til staðar eru við landeigendur.

Tekjur af skíðasvæðinu, s.s. lyftugjöldum, veitingasölu og skíðaleigu, renna til rekstraraðila. Verðlagning á lyftugjöldum tekur mið af grunngjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2015 að teknu tilliti til vísitöluhækkana. Þá ber rekstraraðila og starfsmönnum hans að þjóna sem kostur er viðskiptavinum skíðamiðstöðvarinnar.

Að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra, er ánægjulegt að fá, jafn reyndar rekstraraðila og Ómar er, til liðs við skíðamiðstöðina. „Haft var að leiðarljósi við samningsgerðina að öflugur og ábyrgur rekstur skíðamiðstöðvarinnar væri sameiginlegt hagsmunamál beggja samningsaðila og hefur það markmið tekist að mínu mati vel. Sveitarfélaginu er kappsmál að skíðasvæðið í Oddsskarði verði áfram með bestu skíðasvæðum á landinu.” Sjá nánar á vefsvæði Fjarðabyggðar:


Tengdar greinar

Er alþingissveppurinn eða bróðir hans fundinn?

Það er einhvern veginn svona sem gerist þegar vitsmunalíf alþingmanna þornar upp við langar slímsetur á þingi. – Þeir gleyma

Þegar Torfi töffari fékk klippingu – Myndasaga

Hann Torfi er bara ósköp venjulegur torfustrákur úr sveit. Hann hefur verið að safna bítlahári að undanförnu og það hefur

Halldóra Mogensen um borgaralaun

Flutningsmenn: Halldóra Mogensen, Björn Leví Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Forseti. Undirstaða hugmyndafræðinnar

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.