Glerborg sendir meinta skuld til Inkasso

Glerborg sendir meinta skuld til Inkasso

glassMálið varðar pöntun á rúðugleri frá Glerborg. Glerið var sent, vel innpakkað og afgreitt samkvæmt áætlun. – Þegar að afgreiðslu á flutningabíl kom, bárust svohljóðandi skilaboð: …”Varan þín verður tilbúin til afhendingar fyrir helgina. Vinsamlegast gangið frá greiðslu svo varan fari á stöð. Með millifærslu á: xxxxx-xx-xxxxxx kt.xxxxxxxxxx og kvittun á: xxxxxxx@glerborg.is”.

Fyrimælum tölvupóstsins um greiðslu var sinnt daginn eftir, og því til staðfestingar var send bankakvittun á “ofangreint” uppgefið póstfang.

Rétt 20 dögum eftir að greiðsla fór fram, barst greiðsluáskorun frá Inkasso þess efnis að skuldin sé ógreidd, og á hana er búið að klína dráttarvöxtum og öðrum kostnaði.

14 dögum síðar barst annað bréf frá Inkasso og þá hafði svokallaður “Annar kostnaður” komist á flug og heildar skuldin hækkað um 20%.

Í hvorugu bréfinu frá Inkasso er þess óskað, að láta vita, sé um misskilning að ræða. Þar af leiðandi setti ég mig ekki í samband við innheimtufyrirtækið.

Nokkrum dögum eftir seinna bréfið, var hringt, ég spurður hvort ég vildi ekki fara að greiða reikninginn, ásamt tilheyrandi kostnaði. – Ég sagði hann greiddan, og það áður en varan var send á flutningabíl. – Fátt var um kveðjur, maðurinn sagðist ætla kanna málið betur, ég hvatti hann til þess.

Nú er komið á annan mánuð síðan umrætt símtal átti sér stað. – Ég bíð eftir þriðja bréfinu sem er annað hvort stefnukrafa eða afsökunarbeiðni.


Tengdar greinar

Dýr knastásskynjari hjá Bílabúð Benna

Oft er betra að kanna verðin þegar keyptir eru varahlutir. Knastásskynjari, smástykki 5cm að lengd kostar 14.037 ísl. krónur hjá

Áróðursmynband atvinnurekenda sent til föðuhúsanna

Útúrsnúningur á auglýsingamyndbandi atvinnurekenda í boði Verkalýðsfélags Akraness er frábært framlag þess félags í komandi kjarabaráttu. Það er ekki spurning,

Virðing Alþingis – Orðheldni – Heiðarleiki – Drengskapur.

Segja má að Alþingi sé samansett af nokkrum hópum einstaklinga sem hafa komist á þing með því að gefa kjósendum

3 ummæli

Skrifa athugasemd
 1. Jón Ómar Möller
  Jón Ómar Möller _ $ S,$ s

  Sæl verið þið. Ég lenti í svipuðu máli fyrir nokkrum árum. Ég pantaði krana í verslun í Hafnarfirði og lét senda mér hann í póstkröfu. Kraninn kom innann nokkurra daga og var tekinn í notkun strax. Eftir ca mánuð fæ ég simtal frá innheimtufyrirtæki þar sem skorað er á mig að greiða reikninginn fyrir kranann. ´Ég sagði sem var að ég skuldaði ekki neinn krana ,hann hefði verið greiddur um leið og náð var í hann.Ég var beðin afsökunar á þessu og ég beðinn að gleyma þessu. Ég fékk ekki tækifæri til að gleyma þessu því næstu þrjá – fjóra mánuði var hringt reglulega og ég beðinn að greiða nefndan reikning sem hafði hlaðið á sig dráttarvöxtum, annars yrði farið í harðar innheimtuaðgerðir með tilheyrandi lögfræðikostnaði. Loksins áttaði ég mig á því hvað ég hefði átt að gera strax í fyrstu hringingu. Þegar ég fékk svo næsta símtal varð ég vondur og sagði manninum að mér kæmi þessi reikningur bókstaflega ekkert við. Nú skyldi hann hringja á pósthúsið á Siglufirði , því það væri öruggt að annað hvort lægju þeir með peningana fyrir krananum eða þá kraninn lægi hjá þeim. Svo kvaddi ég í styttingi. Það geta alltaf orðið mistök en það er óþolandi að menn skuli ekki laga þau í einum hvelli og þar með væri málið úr sögunni. Bestu kveðjur frá okkur á Siglufirði.

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar _ $ S,$ s

   Sæll Jón Ómar Möller og þakka athugasemd.
   Það er skiljanlegt að gerð séu mistök þegar í mörg horn er að líta hjá stórum fyrirtækjum. Það sem mér finnst lélegt, -er að þessir sömu aðilar biðjast ekki afsökunar eftir að þeim verður ljóst, að reikningur var greiddur áður en til afhendingar á vöru kom. – Innheimtufyrirtæki, eins og Inkasso, senda meintum skuldurum bréf upp á svimandi kostnað og dráttarvexti, auk hótunar um að skuld fari beinustu leið til lögfræðings, verði áskorun ekki sinnt. – Frekar leiðinlegt til aflestrar að ósekju. – Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.