Glerborg sendir meinta skuld til Inkasso

Glerborg sendir meinta skuld til Inkasso

glassMálið varðar pöntun á rúðugleri frá Glerborg. Glerið var sent, vel innpakkað og afgreitt samkvæmt áætlun. – Þegar að afgreiðslu á flutningabíl kom, bárust svohljóðandi skilaboð: …”Varan þín verður tilbúin til afhendingar fyrir helgina. Vinsamlegast gangið frá greiðslu svo varan fari á stöð. Með millifærslu á: xxxxx-xx-xxxxxx kt.xxxxxxxxxx og kvittun á: xxxxxxx@glerborg.is”.

Fyrimælum tölvupóstsins um greiðslu var sinnt daginn eftir, og því til staðfestingar var send bankakvittun á “ofangreint” uppgefið póstfang.

Rétt 20 dögum eftir að greiðsla fór fram, barst greiðsluáskorun frá Inkasso þess efnis að skuldin sé ógreidd, og á hana er búið að klína dráttarvöxtum og öðrum kostnaði.

14 dögum síðar barst annað bréf frá Inkasso og þá hafði svokallaður “Annar kostnaður” komist á flug og heildar skuldin hækkað um 20%.

Í hvorugu bréfinu frá Inkasso er þess óskað, að láta vita, sé um misskilning að ræða. Þar af leiðandi setti ég mig ekki í samband við innheimtufyrirtækið.

Nokkrum dögum eftir seinna bréfið, var hringt, ég spurður hvort ég vildi ekki fara að greiða reikninginn, ásamt tilheyrandi kostnaði. – Ég sagði hann greiddan, og það áður en varan var send á flutningabíl. – Fátt var um kveðjur, maðurinn sagðist ætla kanna málið betur, ég hvatti hann til þess.

Nú er komið á annan mánuð síðan umrætt símtal átti sér stað. – Ég bíð eftir þriðja bréfinu sem er annað hvort stefnukrafa eða afsökunarbeiðni.


Tengdar greinar

Bankarnir okkar….

…þöndust út fyrir hrun og ráku útibú í nánast hverju krummaskuði landsins. – Kortavæðing viðskipta jókst verulega um svipað leyti.

Endurbætur við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði

“Hafnar eru framkvæmdir við umhverfi smábátahafnarinnar á Fáskrúðsfirði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir í haust og vor

Fyrirspurn um opnunartímar sorphirðustöðva

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt skriflega fyrispurn varðandi misræmi í opnunartíma sorphirðustöðva í hinum ýmsu byggðarlögum, með þeim hætti

3 ummæli

Skrifa athugasemd
 1. Jón Ómar Möller
  Jón Ómar Möller _ $ S,$ s

  Sæl verið þið. Ég lenti í svipuðu máli fyrir nokkrum árum. Ég pantaði krana í verslun í Hafnarfirði og lét senda mér hann í póstkröfu. Kraninn kom innann nokkurra daga og var tekinn í notkun strax. Eftir ca mánuð fæ ég simtal frá innheimtufyrirtæki þar sem skorað er á mig að greiða reikninginn fyrir kranann. ´Ég sagði sem var að ég skuldaði ekki neinn krana ,hann hefði verið greiddur um leið og náð var í hann.Ég var beðin afsökunar á þessu og ég beðinn að gleyma þessu. Ég fékk ekki tækifæri til að gleyma þessu því næstu þrjá – fjóra mánuði var hringt reglulega og ég beðinn að greiða nefndan reikning sem hafði hlaðið á sig dráttarvöxtum, annars yrði farið í harðar innheimtuaðgerðir með tilheyrandi lögfræðikostnaði. Loksins áttaði ég mig á því hvað ég hefði átt að gera strax í fyrstu hringingu. Þegar ég fékk svo næsta símtal varð ég vondur og sagði manninum að mér kæmi þessi reikningur bókstaflega ekkert við. Nú skyldi hann hringja á pósthúsið á Siglufirði , því það væri öruggt að annað hvort lægju þeir með peningana fyrir krananum eða þá kraninn lægi hjá þeim. Svo kvaddi ég í styttingi. Það geta alltaf orðið mistök en það er óþolandi að menn skuli ekki laga þau í einum hvelli og þar með væri málið úr sögunni. Bestu kveðjur frá okkur á Siglufirði.

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar _ $ S,$ s

   Sæll Jón Ómar Möller og þakka athugasemd.
   Það er skiljanlegt að gerð séu mistök þegar í mörg horn er að líta hjá stórum fyrirtækjum. Það sem mér finnst lélegt, -er að þessir sömu aðilar biðjast ekki afsökunar eftir að þeim verður ljóst, að reikningur var greiddur áður en til afhendingar á vöru kom. – Innheimtufyrirtæki, eins og Inkasso, senda meintum skuldurum bréf upp á svimandi kostnað og dráttarvexti, auk hótunar um að skuld fari beinustu leið til lögfræðings, verði áskorun ekki sinnt. – Frekar leiðinlegt til aflestrar að ósekju. – Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.