Aðstaða við smábátahafnir

Nú þegar fyrirhugað er að snyrta umhverfi smábátahafna mætti skoða að steypa eða grafa niður festingar sem festa má báta við svo þeir fjúki ekki af stað í slæmum veðrum. Nægjanlegt væri að setja niður eina festingu fyrir skut og aðra fyrir stefni á hverju afmörkuðu stæði. – Með slíku fyrirkomulagi slyppu bátaeigendur við að hlaða utan um báta sína ósamstæðum körum fullum að sandi eða hlaða grjóti að bátum til varnar verstu veðrum. Ávinningurinn kæmi fram í snyrtilegri ásjónu smábátahafna í Fjarðabyggð.
Tengdar greinar
Er sjálfgert að hætta á lyfjunum sínum?
Margir þeir sem búa við skert laun; aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir, sjá sér ekki fært að leysa út lyfin sín
Þriðji orkupakkinn – Hvað er það?
Eins og nafnið gefur til kynna, lítur út sem þetta sé þriðji pakkin sem kominn sé tími á að samþykkja,
Glæsilegur hestur – Myndband
Þessi hestur gengur undir nafninu Friðrik mikli. Friðrik er af frísnesku hestakyni, stórglæsilegur í alla staði og ber nafn með