Aðstaða við smábátahafnir

Nú þegar fyrirhugað er að snyrta umhverfi smábátahafna mætti skoða að steypa eða grafa niður festingar sem festa má báta við svo þeir fjúki ekki af stað í slæmum veðrum. Nægjanlegt væri að setja niður eina festingu fyrir skut og aðra fyrir stefni á hverju afmörkuðu stæði. – Með slíku fyrirkomulagi slyppu bátaeigendur við að hlaða utan um báta sína ósamstæðum körum fullum að sandi eða hlaða grjóti að bátum til varnar verstu veðrum. Ávinningurinn kæmi fram í snyrtilegri ásjónu smábátahafna í Fjarðabyggð.
Tengdar greinar
Hrossaskítur hér
Þessa skemmtilegu mynd tókum við inn í dal í Fáskrúðsfirði, þar sem snyrtimennskan er í fyrirrúmi. Hrossin okkar í baksýn.
Sinubrunar í Fjarðabyggð
Nokkuð mikið var um sinubruna í Fjarðabyggð um þessi áramót. Samkvæmt frétt á vefsvæði Austurfrétta, fór Slökkvilið Fjarðabyggðar í 15