Góð fyrirmynd – þegar vatnið er tekið af húsum okkar

Þannig er íbúum Bolungarvíkur tilkynnt deginum áður við hverju þeir megi búast næsta dag.
Í Fáskrúðsfirði er íbúum við Skólaveg hins vegar tilkynnt í byrjun sumars, í eitt skipti fyrir öll, að þeir megi búast við vatnsleysi í húsum sínum „…af og til meðan á framkvæmdum við götu og dreifikerfi stendur“.
Að sjálfsögðu fögnum við þarfri endurbyggingu götunnar, en spyrjum hvort nauðsynlegt sé að vatn sé tekið af húsum við götuna án fyrirvara á öllum hugsanlegum tímum dags, eins og jafnan gerðist þegar innri hluti götunnar var tekin í gegn á síðasta sumri?
Þá væri fróðlegt að vita hvort framkvæmda- og umhverfissvið Fjarðabyggðar geti með einhverjum hætti skipulagt framkvæmdir þannig að tilteknir vikudagar og tímar dags verði notaðir til að skrúfa fyrir vatnið og eða það tilkynnt með dags fyrirvara?
Ástæða: Við erum þess fullviss að þvottavélar geti farið illa verði þær vatnslausar í hálfnuðu prógrami. Þá teljum við vafasamt að heitavatnskútur sé hafður á, ef vatnið er fyrirvaralaust tekið af honum.
Uppfært:
Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs, hefur sent okkur svar við fyrirspurn og segir: „Við munum auglýsa það eins vel og hægt er þegar við vitum að taka þarf vatnið af. – Hins vegar það sem var vandamál okkar í fyrra með fyrsta áfangann var hvað vatnslögnin var veik og fór í sundur við minnstu hreyfingu, af þeim völdum gátum við ekki alltaf séð það fyrir að taka þyrfti vatnið af.“ – Við þökkum Marinó fyrir greinargott svar.
Tengdar greinar
Að veikjast er aðeins fyrir efnamenn og harðjaxla
Sérfræðingur okkar verður ekki við fyrr en í byrjun janúar, var svarið þegar haft var samband við heilsugæslumiðstöð á austurlandi
Kartöfluræktun í Fáskrúðsfirði
Ræktun grænmetis býður upp á holla og góða hreyfingu og getur sparað í heimilishaldinu, þegar vel lætur. – Á hverju