Góð og slæm stjórnun

Lífið er alveg bærilegt frá degi til dags, eða allt þar til alþingi íslendinga kemur saman. Á hverju hausti gera alþingismenn atlögu að velferðakerfi og laununum okkar. Þeir rugla í verðmætamati okkar með sífelldum breytingum á sköttum og öðrum sambærilegum gjaldtökum. – Allt á þetta að vera okkur til hagsbóta, hagræðingar og skapa sanngjarnara þjóðfélag, en þegar upp er staðið er niðurstaðan oftast sú að launafólk og lífeyrisþegar fara með skertan hlut frá borði.
Frægur heimspekingur sagði eitt sinn, að góður stjórnandi hagaði stjórn sinni með þeim hætti að vart væri tekið eftir því að um stjórnun væri að ræða. – Slæmri stjórnun mætti hins vegar líkja við háværa verksmiðju, þar sem sardínum er raðað í niðursuðudósir.
Tengdar greinar
Upprunamerkingar matvæla
Um daginn keyptum við nautahakk. Við skoðun á pakkningu, rétt fyrir matreiðslu kom í ljós að hakkið var ættað frá
Stórkostlegar vegaumbætur í hesthúsahverfinu í Reyðarfirði
Hestamenn í Reyðarfirði eru að vonum glaðir þessa dagana, en svo hagar til hjá þeim að stórvirkar vélar eru í
Málað, slegið og snyrt
Nú er verið að botnmála stóra bátinn. Tvær al-sjálvirkar slátturvélar sjá svo um að halda grasvextinum í skefjum.