Góð sparnaðarráð fyrir okkur – Gætu hentað þér

Góð sparnaðarráð fyrir okkur – Gætu hentað þér

best_priceVið Gerum stóru innkaupin í stórmarkaði/lágvöruverðsverslun, -allt að helmings verðmunur er á sumum vörum.

Við slökkvum ljósin yfir hádaginn, förum ekki frá húsi án þess að slökkva ljósin. Vistarverur sem ekki er verið að nota þurfa ekki á lýsingu að halda. Við skiptum öllum ljósaperum út fyrir sparperur. Við lækkuðum hitastillingu á ofnum í húsinu okkar um tvær gráður. Hver lækkuð gráða í upphitun, sparar orku.

Við erum með tvo bíla á heimilinu, afréðum að afskrá annan bílinn yfir vetrartímann. Það sparar okkur tryggingar og bifreiðagjöld. – Þá uppgötvuðum við fyrir nokkrum árum síðan, að það getur borgað sig margfalt að hafa samband við tryggingafélög í lok hvers tryggingatímabils og leita tilboða í allar tryggingarnar. það hefur borgað sig margfalt.

Ef koma þarf pakkasendingu á milli landshluta, er ráð að hafa samband við nokkra flutningsaðila. Gefðu þeim upp; þyngd, hæð, lengd og breidd pakkans og óskaðu tilboðs í flutninginn. – Fáðu uppgefið nafn þess sem gefur upp verðið, best er að fá tilboðið sent á póstfang eða á GSM síma. – Við höfum komist að því að sum fyrirtæki sem selja heimilistæki, bjóða hagstætt verð eða frían flutning.

Við horfum gjarnan á fréttir Stöðvar2, fréttir á RÚV og Kastljósið. Runa af sápuóperum og lögguþáttum heillar okkur ekki. Oftar en ekki slökkvum við á græjunni að fréttaþáttum loknum. – sparar pening.

Við búum í einni af jaðarbyggðum Fjarðabyggðar. Stundum vantar nagla, skrúfu, málningu eða pensil, þá frestum við þeim innkaupum þar til við förum í skipulagða vikulega innkaupaferð í stórmarkað. – Það er óðs manns æði að aka 40-100 kílómetra eftir einni skrúfu eða öðru lítilræði. –

Dæmi um vegalengdir:
Frá Stöðvarfirði til Reyðarfjarðar og aftur til baka þarf að aka 88 km.
Frá Stöðvarfirði til Neskaupstaðar og aftur til baka þarf að aka 166 km.
Frá Stöðvarfirði til Egilsstaða og aftur til baka þarf að aka 146 km.

Frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar og aftur til baka þarf að aka 41 km.
Frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstaðar og aftur til baka þarf að aka 118 km.
Frá Fáskrúðsfirði til Egilsstaða og aftur til baka þarf að aka 100 km.


Tengdar greinar

Pólitískur veruleiki Steingríms J. Sigfússonar

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, er meira en lítið gáttaður á Pírötum að vilja ekki mæta á þar til gerðan,

Vetrarríki – Yrkisefni listamanns

Íslenskt skammdegi er yrkisefni málarans sem málaði þessa mynd. Myndlistamaðurinn Frank Joseph Ponzi fæddist í New-Castle í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum

Atvinnubátar og frístundatrillur eldri borgarar

Mörg sveitarfélög taka tillit til eldri borgara þegar þau ákveða bryggjugjöld.  Vogar veittu 25% afsláttur til eldri borgara árið 2010

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.