Göngu- og reiðleiðir um Kirkjubólsland í Fáskrúðsfirði

Á síðast liðnu ári hugkvæmdist forráðamönnum bæjarfélagsins að lagfæra og jafna göngustíga í Kirkjubólslandi með því að keyra eitthvert undratæki um stíganna. Tæki þetta malaði gróft yfirborðsefni og færði það í neðra jarðlag og moldarjarðveg upp á yfirborðið. – Í fyrstu var útkoman ánægjuleg, sléttir og áferðafallegir göngustígar. En svo fór að rigna og göngustígarnir urðu að forarvilpu, þar sem göngugarpar sukku upp fyrir ökkla í hverju spori. Við þessu var brugðist með því að keyra grófu malarefni á stíganna og valta yfir.
Að þessum formála sögðum má geta þess að hestamönnum hefur verið kennt um bágborið ástand göngustíga í dag. Íbúi á gönguferð tók eftir hóffari á einum göngustígnum og þótti honum ástæða að nefna hestamenn sem orsök og afleiðingu slæms ástands göngustíga á borgarafundi í vor. – Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta stórgrýtisvegarins sem um ræðir
Tengdar greinar
Hrossakaup eða hrossakaup
Sýnist sem búið sé að eyðileggja leitarorðið “hrossakaup” á Google með því að tengja það við vafasama pólitíska gjörninga. Ég
Vetrarríki – Yrkisefni listamanns
Íslenskt skammdegi er yrkisefni málarans sem málaði þessa mynd. Myndlistamaðurinn Frank Joseph Ponzi fæddist í New-Castle í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum
Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður segir aðskilnaðarstefnu í málefnum eldriborgara og öryrkja
Guðmundur Ingi, Flokki fólksins, segir það stefnu stjórnvalda að skilja að veikt fólk og eldri borgara þessa lands. Aðskilnaðurinn fari