Græna slýið á Eskifirði

Græna slýið á Eskifirði

greenalgeDularfullt grænt slý sest inn á heitavatnslagnir og fyllir síur á Eskifirði með þeim afleiðingum að bæjarbúar eiga á hættu að koma að húsum sínum köldum ef þeir bregða sér að heiman. Græna slýið hefur verið að breiðast út um bæinn, fyrst var græna slýsins vart í nokkrum húsum en þeim fer ört fjölgandi.

Þetta kom fram í máli Sævars Guðjónssonar, bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi Fjarðabyggðar, þann 20. febrúar sl. Hann sagði lítið aðhafst í báráttunni við þetta undarlega slý, þótt komið sé á þriðja mánuð síðan bera fór á því í heitavatsnlögnum og síubúnaði þeim tilheyrandi. Sævar taldi milt veðurfar það sem af er vetri, bjarga að vandamálið sé ekki mun verra.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.