Gróðurmön í hesthúsahverfinu Fáskrúðsfirði

Á góðviðrisdögum er gjarnan kalsa gustur frá hafi í hesthúsahverfinu í Fáskrúðsfirði, svokölluð innlögn nær sér venjulega á strik þegar nálgast fer hádegi, og lægjir ekki fyrr en sól lækkar á lofti.

Það var vel þegið að bæjarfélagið losaði uppgröft frá byggingaframkvæmdum utan við hesthúsahverfið, svo úr varð nokkra metra há gróðurvana mön. Hesthúsaeigendur bættu um betur og gróðursettu tré og sitthvað fleira í hana. – Nú ári síðar gefur að líta þokkalega vel gróið svæði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Eftir því sem gróður fer vaxandi gefur það fyrirheit um skjólsælla hesthúsahverfi.

Tengdar greinar
Malbikun við höfnina á Fáskrúðsfirði
Framkvæmdum við smábátahöfnina fleygir fram. Fjöldi manns að störfum. Myndir teknar á tveim dögum sýna að senn verður snyrtilegt hafnarsvæði
Vélbáturinn Kría var slitin upp með vélarafli frá bryggju í Fáskrúðsfirði
Við skoðun á myndum frá vettvangi hefur komið í ljós að vélbáturinn Kría var slitin frá bryggjustæði sínu í smábátahöfninni
Fiðurfé í Fjarðabyggð
Loksins hefur bæjarstjóri Fjarðabyggðar Páll Björgvin Guðmundsson, þann 6. janúar síðast liðinn gefið út og samþykkt regluverk um fiðurfénað í