Gróðurmön í hesthúsahverfinu Fáskrúðsfirði

Á góðviðrisdögum er gjarnan kalsa gustur frá hafi í hesthúsahverfinu í Fáskrúðsfirði, svokölluð innlögn nær sér venjulega á strik þegar nálgast fer hádegi, og lægjir ekki fyrr en sól lækkar á lofti.

Það var vel þegið að bæjarfélagið losaði uppgröft frá byggingaframkvæmdum utan við hesthúsahverfið, svo úr varð nokkra metra há gróðurvana mön. Hesthúsaeigendur bættu um betur og gróðursettu tré og sitthvað fleira í hana. – Nú ári síðar gefur að líta þokkalega vel gróið svæði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Eftir því sem gróður fer vaxandi gefur það fyrirheit um skjólsælla hesthúsahverfi.

Tengdar greinar
Kartöflusalatið 6 daga fram yfir Best fyrir dagsetningu
Í ný útgefnum og rýmkuðum reglum/leiðbeiningum MAST, Matvælastofnunar, er varða merkingar og geymsluþol matvæla er farið yfir markaðssetningu á matvælum
Slökkvilið Fjarðabyggðar stendur fyrir húsbruna á Fáskrúðsfirði
Eldri hjónum var illa brugðið þegar þau sáu reyk og eldsloga bera við himinn, og svo virtist þeim úr fjarska
N1 – Gírugt fyrirtæki á eldsneytismarkaði
Þegar fylgst er með eldsneytisverði á vefsíðu http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?region=city — GSM bensín, kemur í ljós að N1 er með hæsta eldsneytisverð