Grútarmengun í Fáskrúðsfirði

Það skyggði á veðurblíðuna í dag að þykkt grútarlag mengaði sjó og fjöruborð í firðinum fagra. Smábátahöfnin fór ekki varhluta af kræsingunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Um og upp úr hádegi var mannskapur kominn að krikanum við utanverða smábátahöfnina til að þrífa ógeðið. Enginn viðstaddra vissi hvaðan grúturinn hefði borist. – Einn hreinsunarmanna lét hafa eftir sér að grúturinn færi þó betur í fjörunni, en mannasaur, en af honum væri nóg á þessu svæði.
Tengdar greinar
Halló Eygló! – Halló Fjarðabyggð!
Hér á Fáskrúðsfirði mætti taka á móti tugum eða hundruðum flóttamanna sem eru í brýnni þörf fyrir aðstoð okkar. Hér
Skjótráða skjalbakan
Magnað myndband af skjaldböku í vanda. Satt að segja hélt ég að bjögunaraðgerðir hjá skjalbökum tækju lengri tíma. 🙂
Er sameining sveitarfélaga að ganga upp?
Svo virðist sem ráðamenn bæjarfélaga álíti að með sameiningu megi spara margt fleira en það sem snýr að beinni stjórnsýslu