Hækka þarf lægstu laun

300 þúsund króna lágmarkslaun ásamt hækkuðum skattleysismörkum er sanngjörn krafa í komandi samningum. – Það er ekki boðlegt í siðuðu samfélagi, að láglaunafólk, jafnt sem öryrkjar og aldraðir þurfi að lifa á góðgerningum frá hjálpastofnunum og sveitarfélögum, hluta hvers mánaðar.
Jákvætt er að eldsneyti hefur lækkað og þeir sem fengið hafa leiðréttingu húsnæðisskulda eru að sjá lækkaða greiðslubyrði, tímabundið, eða þar til verðbólgan fer á skrið að nýju og allt sækir í sama horf og áður vegna sjálfvirkra vísitöluviðmiða til útreikninga á verðtryggðum, lánum. – Með öðrum orðum, eins og staðan er í dag, má segja að lækkun afborgana húsnæðislána komi skuldurum til góða með svipuðum hætti að þeim sem ylja sér á fótunum með því að pissa í skóinn sinn. –
Þungt vegur að matur og aðrar nauðsynjar til heimilishalds hækka í verði. Lækkun vörugjalda er ekki að nýtast þeim sem þurfa að leita sér ásjár hjá hjálpasamtökum. Sveitarfélög hækka álögur. Rafmagn hækkar, læknaþjónusta, lyf og komugjöld hafa hækkað og lækkun svonefnds sykurskatts skilar sér seint og illa út í verðlagið. – Flutningskostnaður á vörum út á landbyggðina er jafn hár og áður, þrátt fyrir stórlækkað eldsneytisverð.
Tengdar greinar
Danskir brjóstdropar eða þannig
Flensan heimsótti mig seinni partinn í síðustu viku. Byrjaði með beinverkjum og hálsbólgu, síðan fylgdi slæmur hósti, hausverkur, hiti og
Hvað þýðir “Best fyrir” dagsetning á matvöru frá Goða?
Hraðferð í búðina, stutt í lokun, lítill tími til að fara yfir verðmerkingar og dagsetningar á einstökum vörum. Sviðakjammi handa
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2018 – Frítt fyrir eldri borgara
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur á fundi þann 16. október fjallað um gjaldskrá líkamsræktarstöðva fyrir árið 2018 á fundinum kom fram að