Hagsmunafélag hestamanna

Hagsmunafélag hestamanna

Hagsmunafélag Hestamanna á Kjalarnesi var stofnað í mars 2010

Tilgangur félagsins er samkvæmt samþykktum þess eftirfarandi:

1) Að koma á framfæri sjónarmiðum félagsmanna í málum sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra svo sem í skipulags-, landnýtingar- umferðar-  og öryggismálum m.a. gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum.
2) Að beita sér fyrir því að reiðvegir verði lagðir.
3) Að stuðla að því við borgarstjórn að fyrir hendi sé hesthúsahverfi fyrir félagsmenn.
4) Stuðla að því að fyrir hendi sé aðstaða til beitar fyrir félagsmenn innan svæðisins.
5) Beita sér fyrir því við borgarstjórn og skipulagsyfirvöld á hverjum tíma að umferðarréttur sé tryggður og reiðgötur inni á samþykktu skipulagi.
6) Að áningarstöðum sé viðhaldið og þeir greinilega merktir.

Þátttakendur fyrsta fundar voru 11 talsins og í samræmi við boðun fundar var rætt um tilgang með slíku félagi og voru fundarmenn á einu máli um þörfina til að vinna að framgangi málefna hestamanna á svæðinu.

——————————————————————–

Í samþykktum á fundi Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, Fjarðabyggðar sem haldinn var þann 11. júní sl. kemur fram að bæjarfélagið okkar er reiðubúið að gera afnotasamning við félag hestamanna (óstofnað félag) um ónýtt land í nágrenni hesthúsabyggðarinnar á Fáskrúðsfirði sem beitarland. Félagið sjálft mun sjá um að skipta landinu milli félagsmanna. – Þá vill bæjarfélagið í samráði við hestamenn klára tillögu að deiliskipulagi svæðisins ásamt endurbótum og lagningar reiðvega.

Vandséð er hvernig hægt er að koma sameiginlegum hagsmunum hestamanna á Fáskrúðsfirði heim og saman ef ekki næst samkomulag um stofnun sérstaks hagsmunafélags eða breyttum tilgangi hestamannafélagsins Goða, sem áður var starfandi.


Tengdar greinar

Helgarferð 26-29 okt. frá Egilsstöðum til Prag á hagstæðu verði

Ferðaskrifstofan Fatravel á Egilsstöðum er að bjóða beint flug frá Egilsstöðum til Prag og aftur til baka fyrir 39.900 krónur.

Halldóra Mogensen um borgaralaun

Flutningsmenn: Halldóra Mogensen, Björn Leví Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Forseti. Undirstaða hugmyndafræðinnar

Fjarðabyggð hækkar álögur fyrir árið 2018

Það er með ólíkindum hversu oft og mikið sveitarfélögin þurfa að hækka álögur á þegna sína. Nú hyggst Fjarðabyggð hækka

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.