Hani, hundur köttur svín og endur…. – Bæjarfélag í baunatalningu

Sveitarfélagið Skagafjörður, sem oft er nefnt “Vagga íslensks landbúnaðar”, -og nú síðast skagfirska efnahagssvæðið, hefur komið sér upp bráðskemmtilegum tekjupósti sem nefnist: “Útgáfa búfjárleyfa”, þar sem búfjáreigendum er gert að greiða 10 þúsund krónur fyrir hvert útgefið leyfi. Til að fá slíkt leyfi þarf væntanlegur leyfishafi að eiga hænu, kind, hest, önd eða hross, (önnur leyfi gilda fyrir hunda og ketti) og senda inn erindi til Landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins og er umsókn og afgreiðsla jafnan svohljóðandi:
“Umsókn um búfjárleyfi 1612840 – Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Jóni Jónnssyni, kt. 2009xx-xxxx, dagsett 2. desember 2010. Sótt er um leyfi fyrir 6 hross, 10 kindur og 10 hænur. – og svarið hljóðar jafnan þannig; “Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda búfjár.” Tilvitnun lokið. – Hér er sveitarfélagið búið að næla sér í 10 þúsund kall. – Til þess að tryggja að nýji gjaldapósturinn haldist sem hreinar tekjur inn í bæjarfélaginu, er bætt við svokölluðu “Handsömunargjaldi”, upp á aðrar 10 þúsund krónur. – Sem samkvæmt orðanna hljóðan er einungis beitt/virkjað, ef leyfisbúféð leikur lausum hala og meintur leyfishafi hirðir ekki um að smala búpeningnum til síns heima.
Tengdar greinar
Sólvangur á hausti lífsins
Hvað er yndislegra, á síðustu dögum ævinnar, en dvelja hlandblautur og bundinn við rúmið sitt og bíða þess að njóta
Óánægja með húsnæðiskost félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð
Á fundi Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar þann 28.janúar sl. Var athygli fundarmanna vakin á slæmum húsnæðiskosti félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð.
Ég er ölmusumaður og aumingi
Hann kemur gangandi niður götuna og staldrar við hjá mér, þar sem ég er að dytta að bílnum mínum. Við