Heilbrigðiseftirlit Austurlands

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2013 er komin út, hana má skoða hér Í niðurlagi skýrslu segir: “Í þjóðfélagsumræðunni er gjarnan fullyrt að „eftirlitsiðnaðurinn“ þenjist út eins og púkinn á fjósbitanum, en það verður vart sagt um heilbrigðiseftirlit Austurlands, miðað við að strax á árinu 1983 var lagt til að hér yrðu 3 stöðugildi heilbrigðisfulltrúa en þau eru nú 3,4.
Athyglisvert er að hlusta á samfélagsumræðuna og reyna að átta sig á hvert hlutverk eftirlits er annars vegar og hvað þjóðarsálin góða telur það eiga að vera. Þegar upp komst að matvælafyrirtæki höfðu brotið lög og notað iðnaðarsalt í matvæli var því um kennt að eftirlitið hefði sofið. – Menn virtust ekki taka eftir að það voru fyrirtækin sem höfðu brotið lög og að eftirlit Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur uppgötvuðu brotið. Umræðan varð allheit, eftirliti talið ábótavant og krafa gerð um að matvælin yrðu innkölluð.
Í vetur gerist það síðan að hvalamjöl er notað í framleiðslu á bjór, framleiðsla mjölsins er ekki viðurkennd til notkunar í matvæli frekar en iðnaðarsaltið. Umræðan varð hins vegar á allt annan veg, eftirlitið átti að láta hvalabjórinn í friði, þetta væri ekki hættulegt. Og með sérstöku leyfi ráðherra hefur megnið af hvalabjórnum verið seldur.
Það er afar mikilvægt að starfsmenn heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefnd vinni faglega á grunni gildandi laga og reglna og vandi til verka í hvívetna en hlaupi ekki til eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélagsumræðunni.”
Tengdar greinar
Píratar fjármagna sig með hópfjármögnun
Píratar hafa í samstarfi við Karolínafund hrundið af stað söfnun til að fjármagna kosningabaráttu sína. Á vefsvæði Pírata segir: “Frá
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stjórna Fjarðabyggð næstu fjögur árin
“Jón Björn Hákonarson oddviti framsóknarmanna verður forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason oddviti sjálfstæðismanna verður formaður bæjarráðs út kjörtímabilið. Þá
Grútarmengun í Fáskrúðsfirði
Það skyggði á veðurblíðuna í dag að þykkt grútarlag mengaði sjó og fjöruborð í firðinum fagra. Smábátahöfnin fór ekki varhluta