Heilbrigðisstofnun Austurlands í fjársvelti

Á fundi Bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 18 desember sl. var fjárhagsáætlun HSA fyrir árið 2018 tekin fyrir. Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands mætti á fundinn og rædd var alvarleg staða innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands, en engin ný framlög til stofnunarinnar er að finna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar 2018. – Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri alvarlegu stöðu sem er að koma upp í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Ljóst er að ef ekki kemur til aukið framlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands þarf að fara í mjög sársaukafullar og alvarlegar aðgerðir til að ná sparnaði svo standast megi fjárlagaramma árins 2018. Við þetta getur bæjarráð Fjarðabyggðar ekki unað og skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu án tafar.
Tengdar greinar
Er árangurstengd bankabóla í aðsigi?
Ég hrökk við í dag, þegar ég frétti af bankafulltrúanum sem setti sig í samband við tæplega níræða konu á
Magnaðir framsóknarmenn – Myndbönd frá Nútímanum
Fyrra myndbandið er söngvaseiður með Sveinbjörgu Birnu, þar sem hún fer á kostum í Kastljósi. Seinna myndbandið er með Gunnari
Um kjör eldri borgara og þingmanna – Myndband Guðbjörn Jónsson
Í meðfylgjandi myndbandi eftir Guðbjörn Jónsson, er gerður samanburður á lífeyri eldri borgara og starfskjörum alþingismanna, sem sjálfir ákvarða starfskjör