Hestamenn á Eskifirði fá nýtt hesthúsahverfi

Svæðið er við Símonartún og er ætlað fyrir gripahús, hlöður og aðrar byggingar tengdar búfjárhaldi. Gert er ráð fyrir reiðskemmu og félagsheimili hestamanna. Innan svæðisins verður skeiðvöllur, aðhaldshólf, tamningargerði og hringvöllur.
Svæðið verður í eigu Fjarðabyggðar. Um rekstur svæðisins segir: “Rekstur sameginlegrar aðstöðu sem og götu og fráveitu er alfarið á ábyrgð og kostnað lóðarhafa. Skulu þeir hafa með sér félag þar um, og skal atkvæðaréttur og kostnaðarþáttaka í félaginu vera í hlutfalli við stærð byggðra lóða.” – Sjá vefsvæði Fjarðabyggðar.
Tengdar greinar
Barði NK með Ljósafellið í togi
“Klukkan fimm í morgun var Barði staddur úti af Stokksnesi á vesturleið þegar togarinn Ljósafell frá Fáskrúðsfirði óskaði aðstoðar. Hafði
Fyrirtækið Og synir ehf klárar að byggja Skólaveg 98-112
Við sögðum frá því fyrir tveim árum að Fjarðabyggð hefði samþykkt að selja Fylki ehf ófrágengna sökkla við Skólaveg 98
Glæsileg stefnuskrá Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara
Eftir að hafa horft á Kastljósþátt gærkvöldsins, þar sem rætt var um hálfgildings hreppaflutninga á eldri borgurum innan vestfirskra byggðarlaga