Hestamenn í Fáskrúðsfirði ánægðir með framkvæmdir


Að undanförnu hefur mátt sjá stóra vörubíla og vinnuvélar á ferð í hesthúsahverfinu í Fáskrúðsfirði. Fullhlaðnir bílar með grús og mold koma á staðinn, losa sig við efni og vinnuvél tekur við og jafnar úr, og nú má líta stóra vindmön sjávar megin í hverfinu, sem óðum stækkar. – Hestamenn eru að vonum sáttir við framtakið, þar sem þeir vona að mönin góða, muni dragi úr viðvarandi kuldanæðingi í hverfinu. – Til frambúðar litið, má gróðursetja þarna tré og runna til enn frekari prýði.

Tengdar greinar
Fjarðabyggð bætir útivistaraðstöðu í Fáskrúðsfirði
Fólk sem stundar gönguferðir og hlaup sér til heilsubótar og ánægju um land Kjirkjubóls í Fáskrúðsfirði hefur tekið eftir að
Fría bókhaldsforritið Manager…..
..sem við hjá Aust.is höfum dundað okkur við að þýða yfir á íslensku, hefur verið þýtt að fullu yfir á;
Sumarið er komið, -eða hvað?
Fjórtán stiga hiti hér á austfjörðum í dag, fuglarnir sungu og flögruðu um í vorblíðunni. Kríugarg mátti heyra hér úti