Hestamenn í Fjarðabyggð eru ósáttir

Kannski er ætlast til að svokölluð landbúnaðarnefnd Fjarðabyggðar, sem starfar í umboði eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, sé skipuð bændum eingöngu, -og eðlilegt þyki að umfjallanir og íþyngjandi samþykktir nefndarinnar litist fyrst og fremst af hagsmunum þeirra sjálfra og að í engu sé gætt að hagsmunum tómstundastarfs, svo sem hestamennsku í Fjarðabyggð.
Nýlega hefur hestamönnum í Fjarðabyggð borist sérkennilega orðað bréf frá umhverfisstýru Fjarðabyggðar Önnu Berg Samúelsdóttur, þar sem henni er tíðrætt um að gæta þurfi fulls jafnræðis, um leið og hún tilkynnir að bæjarfélagið hirði alla hefðbundna fría hagabeit af öllum hestamönnum í Fjarðabyggð og hyggist hér eftir, leigja þeim hana eða hluta hennar, ef þeir kæri sig um.
Ekki er hægt að sjá fyrir sér þá ríku hagsmuni bæjarfélagsins og peningaþörf að fara fram með þessum hætti. Hins vegar má sjá fyrir sér hagsmuni landbúnaðarnefndar með hagsmuni einstakra bænda í forgrunninn, og þá helst þeirra sem hyggjast hafa tekjur af hagabeit sem aukabúgrein. – Það er aumt að sjá slíkt einstefnumál keyrt í gegnum allt bæjarkerfið á forsendum jafnræðisreglna stjórnsýslulaga, sem eru í engu virtar í þessu tilviki.
Um jafnræði tómstundastarfs og íþróttagreina
Spyrja má hvort jafnræðis sé gætt þegar einni tómstundagrein er gert að greiða fyrir alla aðstöðu, -og það litla sem hún hefur til afnota, er rifið af henni, svo færa megi það til gjalda og innheimtu?, -En á sama tíma er öðru tómstundastarfi færðir FRÍTT, tugir hektarar jarðnæðis til 50 ára án afgjalds eins og áður segir, og að auki milljónir króna á silfurfati, svo það tómstundastarf megi þrífast sem mest og best? – Hér er eingöngu nefnt eitt dæmi af mörgum sem túlka má sem mismunun og skort á margnefndu jafnræði, þegar tómstunda- og íþróttastarf í Fjarðabyggð er nefnt. Af nógu er að taka og mun ég reifa það síðar.
Tengdar greinar
Náttúrupassinn góði
Í dag verður mælt fyrir svokölluðum náttúrupassa á Alþingi íslendinga. Flutningsmaður er Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra. Passi þessi gerir ráð
Flokkurinn er farvegur lífs míns! – Myndband, áramótaskaup
Fátt eitt var skemmtilegt við hrunið svokallaða, nema myndbandið fræga úr áramótaskaupi Sjónvarpsins 2011, þar sem persónur og leikendur fóru
Réttlæti fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi – Áskorun
Halló öll! Eruð þið búin að skrifa undir áskorun á Alþingi Íslendinga um réttlæti fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi?