Hesthúsahverfið rafvætt

Þegar þetta er skrifað er búið að rafvæða nánast allt hesthúsahverfið okkar. Rafvæðingin varð rándýr aðgerð sem vatt uppá sig heldur betur. Rafveitan innheimti á fjórða hundrað þúsund á hvert hús fyrir lögnum að lóðarmörkum. Síðan bættist við kostnaður við skurðgröft og kapal frá lóðarmörkum að hverju húsi. Ekki var allt búið þarna, því við bættist svokallaður “gullkassi” sem er ómerkilegur “löggilltur” plastkassi sem hengja þurfti utaná hvert hús rafveitunni til hægðarauka við álestur??? – Kassi þessi fékkst á “tombóluverði” hjá Rönning. Þegar þessu var lokið var ýmislegt eftir. Rafvirki þurfti að bora gat í vegginn og setja upp öryggjabox og nýjar raflagnir hinum megin við þilið. – Þegar upp er staðið hefur hver og einn húseigandi greitt allt að sexhundruð þúsund fyrir pakkann.
Merkilegt hvað inntaka rafmagns í hús getur farið algjörlega úr böndunum.
Nú bíðum við eftir feitum reikningum fyrir mælagjöld, flutningsgjöld og svo auðvitað fyrir notkunina sem slíka. Rafveitufyrirtækin hafa svo blessunarlega skipt sér upp í tvo hluta til að græða sem mest á viðskiptavinum sínum. þau innheimta fyrir rafmagnsnotkun á sér reikningi og senda samhliða annan reikning fyrir flutninginn á þessari sömu rafmagnsnotkun.
Tengdar greinar
Efling og Öryrkjabandalag Íslands berjast saman fyrir bættum kjörum
Á sameiginlegum fundi Öryrkjabandalags Íslands og Eflingar stéttarfélags hefur verið ákveðið að félögin berjist saman fyrir bættum kjörum. Á fundi
Hestaflutningar – Ábending
Smári hestaflutningamaður, Sími 8986960, er á ferðinni að sunnan og hingað austur á Hérað/firði, þann 6. maí. – Hann getur
Gamlingjar á glæpabraut
Sagan greinir frá nokkum eldri borgurum á elliheimili, þar sem niðurskurður er kominn að sársaukamörkum. Kanelsnúðarnir horfnir af matseðlinum og