Nýjasta nýtt
Malbikun við höfnina á Fáskrúðsfirði
Framkvæmdum við smábátahöfnina fleygir fram. Fjöldi manns að störfum. Myndir teknar á tveim dögum sýna að
...0
Höfuðstöðvar Landsbankans til Fáskrúðsfjarðar

Nú, þegar ráðamenn okkar eru að útdeila stofnunum ríkisins út um allar koppagrundir, og í framhaldi af ákvörðun þess efnis að færa Fiskistofu til Akureyrar. – Væri ekki úr vegi að setja höfuðstöðvar Landsbankans niður hér á Fáskrúðsfirði. – Hér er ágætt að búa og okkur vantar sárlega starfsemi í auða Landsbankahúsið hér á staðnum.
Bankinn myndi skapa vel launuð störf fyrir fjölda manns. Hér er nægt húsnæði fyrir starfsfólk sem hefði áhuga fyrir að fylgja honum hingað austur.
Tengdar greinar
Galdur eða undarlegar tilviljanir? – Myndband
Skoðaðu myndbandið hér fyrir neðan. Hugsaðu þér eitt spil og legðu það á minnið. Spilaðu myndbandið. Horfðu í augað sem
Að veikjast er aðeins fyrir efnamenn og harðjaxla
Sérfræðingur okkar verður ekki við fyrr en í byrjun janúar, var svarið þegar haft var samband við heilsugæslumiðstöð á austurlandi
Ný sauðfjárvarnargirðing í Fáskrúðsfirði
Þessa dagana er jarðvegi bylt með stórvirkri vinnuvél í norðurhlíð Fáskrúðsfjarðar. Þarna skal strengja sauðfjárvarnargirðingu út- og inneftir ofanverðri hlíðinni