by Arndís / Gunnar | 02/11/2015 21:58
Fjarðabyggð hefur samþykkt að selja Fylki ehf ófrágengna sökkla við Skólaveg 98 til 112 á Fáskrúðsfirði. Bæjarstjóra hefur verið falið að undirrita kaupsamning. – Þetta kom fram á fundi bæjarráðs þann 19. október sl. Á sama fundi var lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði til Fjarðabyggðar, þar sem sjóðurinn býður sveitarfélaginu til viðræðna um að kaupa eignir af sjóðnum, en sjóðurinn á 173 eignir í Fjarðabyggð. – Sjá einnig vefsvæði Fjarðabyggðar.
Source URL: https://aust.is/hreyfingar-i-husnaedismalum-i-fjardabyggd/
Copyright ©2022 Aust.is unless otherwise noted.