Hugleiðing um geymsluþol brauðs

Hugleiðing um geymsluþol brauðs
Mygluð brauðsneið.

Mygluð brauðsneið.

Svolítið hefur verið í umræðunni að matvara sem er merkt “Best fyrir” eigi að vera neysluhæf mun lengur en sú dagsetning segir til um. Við höfum komist á aðra skoðun. – Tveim dögum eftir dagsetningu; “Best fyrir” komum við að brauðsneið með afgerandi myglurák, sneiðarnar í pakkanum voru í lagi að öðru leyti, ekki einu sinni myglulykt af hinum sneiðunum. – Við sendum bakaranum myndir af sneiðinni, miðanum með dagsetningunni og uppástungu þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis varðandi hreinlæti og vöktun afurða.

Sennilega opnar bakarinn ekki póstinn sinn, þar sem hann hefur ekki séð ástæðu til að svara. Svo gæti hitt verið, að hann sé ekki að velta sér upp úr smámunum, eins og mygluskotnu brauði, sem er komið tvo daga fram yfir “Best fyrir”.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.