Hugleiðing um meðalhóf í stjórnsýslu

Hugleiðing um meðalhóf í stjórnsýslu
Mynd: Karl Ingi Karlsson

Mynd: Karl Ingi Karlsson

Í miðbæ Egilsstaða má sjá alvöru bílakirkjugarð þar sem ónýtir bílar blasa við vegfarendum úr minnst þrem áttum við fjölfarin gatnamót. – Hverju skyldi sæta, að bæjaryfirvöld skuli ekki hnippa í viðkomandi eiganda og gera honum að fjarlægja bílhræin frá þessum stað  bæjarins? – Í sumar kom ég við á sveitarbýli hér fyrir austan. Þar mátti líta gríðarlegt safn ónýtra vinnuvéla og ökutækja. Öllu ægði saman, hjólbörðum og varahlutum í bæjarhlaðinu og í fjarska mátti sjá bílakirkjugarð upp á hól og gamlar ryðgaðar dráttarvélar í röð meðfram hólnum. – Þarna tel ég verðugt verkefni fyrir árangursmiðaða bæja- og sveitastjórnamenn.

Mynd: Karl Ingi Karlsson

Mynd: Karl Ingi Karlsson

Hér niður á fjörðum er ekki mikið um stórtæka “verðmætasafnara”. En framtakssamir starfsmenn Fjarðsbyggðar lögðu samt land undir fót á sl. ári og skrásettu ökutæki, gáma, báta og vinnuvélar í eigu einstaklinga, -og væntalega fyrirtækja og stofnanna að auki. Niðurstaðan var að snyrtimennsku væri áfátt og við það mátti ekkí una og skyldu þeir hinir sömu greiða há gjöld fyrir að hafa einhverja einstaka hluti/tæki í vörslu sinni.

Til gamans má nefna dæmi af aðila sem er gert að greiða hátt í 40 þúsund krónur fyrir að hafa eitt stykki gamlan gám staðsettan bak við hesthúsið sitt og hann nýttur sem hlaða í tugir ára án athugasemda. – Gámurinn er þannig staðsettur að hann er vart sýnilegur gangandi og eða akandi vegfarendum.

Í öðru tilfelli má nefna flutningabíl í hverfi hestamanna á Fáskrúðsfirði. Bíll þessi, vel útlítandi, er notaður við sérstök tækifæri og afskráður þess á milli. Af bílnum skyldi greiða stöðugjald. – Í enn öðru tilviki var gamall maður að mála og gera við bátinn sinn, inn á eigin lóð. Honum er skylt, samkvæmt orðanna hljóðan, að sækja um stöðuleyfi og greiða hátt gjald.

Spurning hvort allt sé orðið með þeim hætti í sameinuðum byggðarkjörnum Fjarðabyggðar, að athafnafrelsi einstaklinga miðist við að fullfrískt fólk haldi sig innandyra og fáist við prjónaskap og frímerksöfnun að viðlögðum háum stöðugjöldum sé áhugamálið utandyra og örlítið viðarmeira?

Í tiltekt bæjarfélagsins virðist sem eitthvað vanti uppá,  sumir megi drita niður gámum og stórvirkum vinnuvélum utan sem innan lóða, að því er virðist, átölulaust. – Á meðan staðan er slík, er lúalegt og utan jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, að sveitafélagið leggist á þá minnstu og krefji þá gjalda fyrir það sem öðrum leyfist.

 

Bílasafn Egilsstöðum Myndir og vefslóð: Karl Ingi Karlsson


Tengdar greinar

Neftóbakshækkun =Vísitöluhækkun

Verð á íslensku neftóbaki hefur hækkað um 460% á sl. tíu árum. Það hækkaði um 70% í fyrra og svo

Pósturinn mismunar viðskiptavinum

Þegar farið er með pakka í pósthúsið, er ekki sama hver póstleggur pakkann. Gefum okkur að þú standir við hliðina

Austurbrú skilar MAKE by til SAM-félagsins

Nú í byrjun september undirritaði Austurbrú samning við SAM-félagið, grasrótarfélag skapandi fólks á austurlandi. Samningurinn kveður á um yfirfærslu verkefnisins

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.