Hunda hlaupabrautin okkar hefluð og snyrt

Eins og kunnugt er, fór flugbrautin okkar í “hundana”. Hún hefur það helsta hlutverk í dag að vera hlaupabraut fyrir hunda. – Margir hundaeigendur aka bílum sínum að brautinni, hleypa hundinum út og aka síðan út á enda brautarinnar og hundurinn á eftir. Síðan er ekið til baka og hundurinn pikkaður upp þar sem leikurinn hófst.
Það var með nokkurri öfund sem við hestamenn horfðum á hann Björgvin hjá Áhaldahúsinu, fínskafa hundavöllinn með veghefli í morgunsárið, og vonuðum innilega að hann renndi sér á heflinum yfir til okkar hestamanna, og tæki nokkrar sköfurferðir niður með hesthúsahverfinu, ekki vanþörf á. – En kannski kemur hann seinna í dag, eða á morgum. 🙂
Tengdar greinar
Vorhreinsun í Fjarðabyggð
Dagana 21. – 28. maí nk. fer fram hin árlega vorhreinsun í Fjarðabyggð. Starfsmenn framkvæmda- og þjónustumiðstöðva fara þessa daga
Brenglað verðmætamat í hnotskurn
Gárungar segja innanríkisráðuneytinu hafa borist bréf frá norskum stjórnvöldum, sem í lauslegri þýðingu hljóðar einhvern veginn þannig: Kæru íslendingar, við
Hækka þarf lægstu laun
300 þúsund króna lágmarkslaun ásamt hækkuðum skattleysismörkum er sanngjörn krafa í komandi samningum. – Það er ekki boðlegt í siðuðu