Hunda hlaupabrautin okkar hefluð og snyrt

Eins og kunnugt er, fór flugbrautin okkar í “hundana”. Hún hefur það helsta hlutverk í dag að vera hlaupabraut fyrir hunda. – Margir hundaeigendur aka bílum sínum að brautinni, hleypa hundinum út og aka síðan út á enda brautarinnar og hundurinn á eftir. Síðan er ekið til baka og hundurinn pikkaður upp þar sem leikurinn hófst.
Það var með nokkurri öfund sem við hestamenn horfðum á hann Björgvin hjá Áhaldahúsinu, fínskafa hundavöllinn með veghefli í morgunsárið, og vonuðum innilega að hann renndi sér á heflinum yfir til okkar hestamanna, og tæki nokkrar sköfurferðir niður með hesthúsahverfinu, ekki vanþörf á. – En kannski kemur hann seinna í dag, eða á morgum. 🙂
Tengdar greinar
Fordómar eða umburðarlyndi
Fordómar af öllu tagi skaða og koma í veg fyrir framþróun. Flest allt sem drífur samfélagið okkar áfram, getur valdið
Bókun bæjarstjórnar vegna þjónustuskerðingar Landsbankans í Fjarðabyggð
Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar þann 8. júní mótmætli bæjarstjórn harðlega þeim áformum Landsbankans hf. að segja upp starfsfólki og stytta
Heppni að ekki varð stórslys, myndband
Magnað hvað fólk er að fást við vonlausar truntur.