Hundurinn sem beit – Framhald

Fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 24. október sl. “fjallaði m.a. um “málefni hunds sem hefur glefsað/bitið. Að ósk eiganda var hundurinn geldur til að kanna hvort skapgerð og varnareðli breyttust. Að liðnum nokkrum vikum frá geldingu framkvæmdi hundaþjálfari atferlismat á hundinum auk þess sem gæludýraeftirlitsmaður sveitarfélagsins og lögreglumaður heimsóttu viðkomandi ásamt heilbrigðisfulltrúa til að meta ástand hundsins og ræða við forsvarsmann hans.
Fyrir heilbrigðisnefnd voru lögð gögn málsins m.a. atferlismat hundaþjálfara og drög að bréfi til eiganda hundsins og þau rædd ítarlega.
Samþykkt að senda forsvarsmanni hundsins bréf með tilkynningu um að Heilbrigðisnefnd áformi að gera kröfu um aflífun hundsins, þar sem fram lögð gögn gefi ekki til kynna að ástand hundsins og aðstæður hafi breyst. Andmælaréttur verður veittur í samræmi við stjórnsýslulög.” – Eldri færsla
Tengdar greinar
Góð fyrirmynd – þegar vatnið er tekið af húsum okkar
“Vatn verður tekið af húsum við Hjallastræti miðvikudaginn 27. september 2017.- Lokað verður fyrir vatnið kl. 08:00 og má búast
Djammfélagið og Slysavarnadeildin Hafdís skemmtu sér….
….í tilefni þessa að sjómannadagurinn er á morgun. Fjöldi fólks safnaðist saman við smábáthöfnina í Fáskrúðsfirði og fylgdist með skemmtiatriðum